Íslenski boltinn

Framarar gerðu 1-1 jafntefli í Tékklandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Framarar gerðu 1-1 jafntefli í Tékklandi. Mynd/Vilhelm
Framarar gerðu 1-1 jafntefli í Tékklandi. Mynd/Vilhelm

Framarar náðu flottum úrslitum í fyrri leik sínum gegn Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA í kvöld.

Leikurinn endaði með jafntefli 1-1 en síðari leikurinn verður hér heima í næstu viku.

Jón Guðni Fjóluson kom Fram yfir í fyrri hálfleik með skalla í kjölfarið á hornspyrnu. Framarar vörðust af mikilli baráttu í seinni hálfleiknum en gátu ekki komið í veg fyrir jöfnunarmark Tékkana sem kom á 89. mínútu en það var sérlega glæsilegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×