Enski boltinn

Benitez ætlar að gefa Voronin tækifæri á að sanna sig

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andriy Voronin.
Andriy Voronin. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur enn trú á því að framherjinn Andriy Voronin geti staðið sig í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool.

Úkraínumaðurinn kom til Liverpool fyrir tveimur árum en fann sig illa á sínu fyrsta tímabili á Englandi og var í láni hjá Hertha Berlin á síðasta tímabili, þar sem hann fann taktinn á ný og skoraði 11 mörk í 21 leik.

„Hann veit að það verður ekki auðvelt fyrir hann að komast í liðið en hann er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu. Hann veit líka að félag á borð við Liverpool getur spilað meira en 60 leiki á tímabili og því bjóðast alltaf ákveðin tækifæri ef þú stendur þig vel," er haft eftir Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×