Fótbolti

Allt getur gerst - Ronaldo skoraði tvö skallamörk í sama leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíumaðurinn Ronaldo er búinn að skora 16 mörk fyrir Corinthians.
Brasilíumaðurinn Ronaldo er búinn að skora 16 mörk fyrir Corinthians. Mynd/AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk í 4-3 sigri Corinthians á Sport í brasilíska meistaramótinu í nótt en Ronaldo hefur nú skorað 16 mörk í 24 leikjum síðan að hann kom til baka eftir hnémeiðsli í mars. Ronaldo varð fyrir meiðslunum sem leikmaður AC Milan.

Það sem vakti þó mesta athygli við markaskorun Ronaldo í gær var að hann skoraði bæði mörkin sín með skalla. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik og með aðeins sjö mínútna millibili.

„Ég man ekki eftir að hafa gert þetta áður. Það eru ótrúlegir hlutir að gerast," sagði Ronaldo í léttum tón við blaðamenn eftir leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×