Fótbolti

Vuvuzela-lúðrarnir verða leyfðir á HM í Suður-Afríku næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vuvuzela-lúðrarnir yfirgnæfa alla stemmningu á völlunum.
Vuvuzela-lúðrarnir yfirgnæfa alla stemmningu á völlunum. Mynd/AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar ekki að banna vuvuzela-lúðrana á HM í Suður-Afríku næsta sumar þrátt fyrir miklar kvartanir vegna gríðarlega hávaða á Álfubikarnum á dögunum. Hávaðinn er ekki bara mikill fyrir áhorfendur á sjálfum leikjunum því hann fór ekki framhjá sjónvarpsáhorfendum heldur.

„Að banna vuvuzela-lúðrana væri eins og að taka Kúabjöllurnar af Svisslendingum og banna enskum stuðningsmönnum að syngja," sagði Hans Klaus, yfirmaður samskiptamála hjá FIFA.

„Við önum ekki að neinu og ég er vissu um að Vuvuzela-lúðrarnir muni slá í gegn á HM næsta sumar. Þetta verður heimsmeistarakeppni með afrískum undirleik," sagði Klaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×