Íslenski boltinn

Keflvíkingar yfir í hálfleik á móti Íslandsmeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Árni Antoníusson skoraði eina mark fyrri hálfleiks.
Guðjón Árni Antoníusson skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Mynd/Anton

Keflavík er 1-0 yfir á móti Íslandsmeisturum FH í opnunarleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla. Það var fyrirliði Keflavíkur, Guðjón Árni Antoníusson, sem skoraði eina mark leiksins til þessa með skalla af stuttu færi eftir aukaspyrnu.

FH-liðið hafði mikla yfirburði framan af leik en tókst ekki að nýta sér það þótt að liðið fengi 8 horn og reyndi 11 skot á fyrstu 34 mínútum leiksins. Keflvíkingar tóku hinsvegar öll völd á síðustu tíu mínútum hálfleiksins og þeir voru búnir að skapa sér nokkur færi áður en markið kom á 42. mínútu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×