Íslenski boltinn

Arnar og Bjarki skrifa undir við Val á morgun

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar og Bjarki eru á leið á Hlíðarenda.
Arnar og Bjarki eru á leið á Hlíðarenda.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum munu Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir skrifa undir samninga við Val á morgun. Í gær var tilkynnt að þeir væru hættir sem spilandi þjálfarar 1. deildarliðs ÍA.

Valsmenn voru ekki lengi að setja sig í samband við tvíburana og hafa þeir náð samkomulagi við þá. Gengið verður formlega frá málum á morgun.

Arnar og Bjarki eru 36 ára gamlir en þeir hafa leikið með ÍA, KR og FH hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×