Enski boltinn

Pardew að taka við Southampton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alan Pardew.
Alan Pardew.

Alan Pardew er að taka við knattspyrnustjórn Southampton en þessu greinir BBC frá. Southampton er í C-deild enska boltans og var nálægt því að fara í greiðslustöðvun.

Svissneski viðskiptajöfurinn Markus Liebherr yfirtók þá félagið og hefur hann sett stefnuna á að koma því aftur upp í ensku úrvalsdeildina á næstu árum.

Pardew hefur verið atvinnulaus síðan hann lét af störfum hjá Charlton í fyrra. Hann var á sínum tíma stjóri West Ham en var látinn taka pokann sinn í stjórnartíð Eggerts Magnússonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×