Enski boltinn

Lærisveinar Guðjóns unnu úrvalsdeildarlið Wigan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson er að gera góða hluti með Crewe á undirbúningstímabilinu.
Guðjón Þórðarson er að gera góða hluti með Crewe á undirbúningstímabilinu.

Crewe vann 1-0 sigur á Wigan í æfingaleik í gærkvöldi en Crewe spilar í ensku C-deildinni á meðan Wigan er í ensku úrvalsdeildinni. Nýi stjóri Wigan, Roberto Martinez, byrjaði því ekki vel en okkar maður Guðjón Þórðarson getur verið ánægður með frammistöðu sinna manna.

Joe Grant skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti sem Chris Kirkland hafði varið. Mario Melchiot komst næst því að jafna þegar hann skaut í stöng.

Wigan var ekki með sitt besta lið en þó voru margir aðalliðsleikmenn í liðinu eins og Kirkland, Titus Bramble, Paul Scharner og Charles N'Zogbia.

Guðjón Þórðarson er að byrja undirbúningstímabilið vel því Crewe hefur nú unnið báða æfingaleikina til þessa.

„Við spiluðum góðan fótbolta og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Það kom mér á óvart að við skyldum ekki að skora að minnsta kosti eitt mark til viðbótar. Þetta var samt mjög ánægjulegt kvöld fyrir okkur," sagði GUðjón í viðtali á heimasíðu Crewe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×