Íslenski boltinn

Grindavík vill semja við Moen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur.
Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur.

Grindvíkingar hafa áhuga á að semja við norska sóknarmanninn Tor Erik Moen sem hefur æft með liðinu í vikunni. Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Grindavíkur, segir að Moen hafi litið vel út á æfingum.

„Okkur lýst mjög vel á hann og þetta gæti skýrst um helgina. Við þurfum að ná samkomulagi sem er hagstætt fyrir báða aðila," sagði Ingvar.

Moen var hjá Vard Haugasund í Noregi þar sem hann var samherji Óla Stefáns Flóventssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×