Fleiri fréttir

Valdes ánægður hjá Barcelona

Victor Valdes, markvörður hjá Barcelona, er ánægður hjá félaginu samkvæmt því sem að varaforseti þess segir.

Tilkynnt um ráðningu Mowbray í dag

Búist er við því að skoska knattspyrnufélagið Glasgow Celtic muni í dag tilkynna að félagið hafi ráðið Tony Mowbray sem knattspyrnustjóra.

Middlesbrough ekki til sölu

Steve Gibson, stjórnarformaður Middlesbrough, segir það rangt að hann sé að íhuga að selja félagið eftir að það féll úr ensku úrvalsdeildinni nú í vor.

90 milljónir fyrir Zlatan

Massimo Moratti, forseti Inter á Ítalíu, segir að Svíinn Zlatan Ibrahimovic sé ekki falur fyrir minna en 90 milljónir evra en leikmaðurinn er sagður vilja fara frá félaginu.

Viðræður um Tevez hefjast í dag

Fréttastofa Sky Sports heldur því fram í dag að fulltrúar Carlos Tevez munu í dag hefja viðræður við fjögur félög úr ensku úrvalsdeildinni.

Barcelona og United vilja fá David Villa

Rafael Yuste, varaforseti Barcelona, hefur greint frá því að félagið eigi í viðræðum við Valencia um að festa kaup á David Villa, sóknarmanni félagsins.

Barnes tekur við Tranmere

Knattspyrnusamband Jamaíku segir það frágengið að John Barnes muni taka við knattspyrnustjórn enska C-deildarliðsins Tranmere nú í sumar.

Inter vill fá Deco og Carvalho

Massimo Morattei, forseti Inter, hefur greint frá því að félagið eigi nú í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea um kaup á þeim Ricardo Carvalho og Deco.

Álfukeppnin er hafin - Spánverjar byrja af krafti

Fyrstu leikir Álfukeppninnar í fótbolta í Suður-Afríku fóru fram í dag þegar leikið var í a-riðli. Heimamenn í Suður-Afríku mættu Írak í opnunarleik mótsins og skildu liðin jöfn í markalausum leik.

Heimir Hallgrímsson: Við áttum að klára þetta í fyrri hálfleik

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, telur í viðtali við Vísi að þeir hefðu átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. Það vantaði að hans sögn aðeins meiri ákafa í framlínuna til að koma boltanum í netið. Við reyndum hvað við gátum og ég var ánægður með strákana, en markið kom því miður of seint, sagði Heimir.

Umfjöllun: Þróttur vann sinn fyrsta sigur

Þróttur innbyrti sinn fyrsta sigur á Valbjarnarvelli í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV 2-1. Mjög mikilvægur sigur fyrir Þróttara sem eru með sigrinum komnir með 5 stig en eyjamönnum mistókst að sigra þriðja leikinn í röð og eru því enn með 6 stig.

Haukur Ingi: Brotnum við þriðja markið

„Já þetta lítur ekki vel út, 4-1. Mér fannst við vera inni í leiknum þegar svona korter var eftir í stöðunni 1-1. Þá var í raun bara spurning hvar þriðja markið myndi detta. Svo þegar það kemur þá eiginlega bara brotnum við,“ sagði Haukur Ingi Guðnason eftir 4-1 tap Keflvíkinga gegn KR í kvöld.

Fjöldi félaga vilja bjóða Tevez samning

Samkvæmt heimildum Sky sports fréttastofunnar munu þau félög sem hafa áhuga á að fá Argentínumanninn Carlos Tevez í sínar raðir hitta umboðsmenn hans á morgun.

Jónas Guðni: Ég er gríðarlega sáttur

„Já ég er gríðarlega sáttur við þennan leik. Við vorum rólegir á boltanum og héldum boltanum vel innan liðsins. Þegar við höldum boltanum eins vel og við gerðum í dag þá erum við hrikalega góðir,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson eftir 4-1 sigur KR á Keflvíkingum. Jónas spilaði frábærlega og skoraði eitt mark.

Orri Hjaltalín: Hroðaleg einstaklingsmistök

„Á móti liði eins og FH höfum við einfaldlega ekki efni á að gera svona mistök," sagði Orri Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir tapið gegn Íslandsmeisturunum í kvöld.

Atli Viðar: Við vorum á tánum

Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis fyrir FH sem vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Hann gerði út um leikinn í seinni hálfleik eftir að Matthías Vilhjámsson hafði brotið ísinn snemma leiks.

Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar.

Þróttur vann sinn fyrsta sigur

Þróttur sigraði ÍBV hér í Laugardal með tveimur mörkum gegn einu. Mörk Þróttar skoruðu Hjörtur Hjartarson og Dennis Danry en varamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.

Umfjöllun: Gjafmildir Grindvíkingar

Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis og Matthías Vilhjálmsson var með eitt þegar FH vann 3-0 útisigur á Grindavík í kvöld.

Umfjöllun: KR slátraði Keflavíkurgrýlunni

Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að leikmenn KR-liðsins ætluðu sér sigur í leiknum í gærkvöldi. Enda var sagan ekki búin að vera KR-ingum hliðholl undanfarin átta ár en það var síðast árið 2001 sem liðið sigraði Keflavík á heimavelli. Strax á fyrstu mínútu skoraði Baldur Sigurðsson fyrir KR en markið var dæmt af að því er virtist vegna brots Baldurs.

Owen vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni

Umboðsskrifstofan Wasserman Media Group sem hefur meðal annarra Michael Owen á sínum snærum hefur sent flestum toppliðunum í enska boltanum skýrslu þar sem færð eru rök fyrir því hvernig framherjinn geti nýst viðkomandi félagi.

Barton fær borgað háar upphæðir fyrir ímyndarrétt

Newcastle United greiðir hinum umdeilda Joey Barton 675 þúsund pund, 142 milljónir króna á ári fyrir ímyndarrétt leikmannsins en þetta kemur fram í mjög athyglisverði grein í the Sunday telegraph í dag.

Ronaldo: Ég elska að vera hataður

Portúgalinn Cristiano Ronaldo verður dýrasti leikmaður heims þegar félagsskipti hans frá Manchester United til Real Madrid ganga í gegn en Ronaldo segist ekki hafa áhyggjur af pressunni út af verðmiðanum og segist í raun þrífast best á því þegar aðdáendur andstæðinganna séu að kalla ókvæðaorð að sér.

Fjórir leikir í Pepsi-deild karla í kvöld

Sjöunda umferð Pepsi-deildar karla heldur áfram í kvöld með fjórum hörku leikjum. Íslandsmeistarar FH heimsækja Grindvíkinga en FH-ingar hafa unnið fimm leiki í röð eftir tap í fyrstu umferðinni.

Álfukeppnin hefst í dag með tveimur leikjum

Evrópumeistarar Spánar verða í sviðsljósinu í dag þegar leikar hefjast í Álfukeppninni í Suður-Afríku. Heimamenn í Suður-Afríku mæta Írak í opnunarleik keppninnar en Spánverjar mæta svo Nýja-Sjálandi síðar um daginn.

Bolton ætlar loksins að kaupa Veloso

Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur lengi verið á höttunum eftir Portúgalanum Miguel Veloso og er enska félagið nú sagt vera nálægt því að ganga frá tíu milljón punda kaupum á miðjumanninum frá Sporting.

Þorsteinn Halldórsson: Griðarlega sáttir

Þorsteinn Halldórsson, aðstoðarþjálfari Þróttar, var mjög sáttur við fyrsta sigur Þróttara og sagði nauðsynlegt að innbyrða sigur eftir smá stress í fyrri hálfleiknum

Zidane: Real Madrid er enn á eftir Ribery

Fæst virðist benda til þess að Real Madrid sé hætt kaupæðinu á leikmannamarkaðnum í sumar. Fregnir frá Spáni í dag greindu frá því að félagið væri nálægt því að ganga frá kaupum á framherjanum David Villa frá Valencia.

Middlesbrough vill kaupa Neville og Scholes

Gareth Southgate og lærisveinar hans í Middlesbrough búa sig nú undir baráttuna í b-deildinni á Englandi eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Selfoss styrkti stöðu sína á toppnum

Sóknarmaðurinn snjalli Sævar Þór Gíslason reyndist enn og aftur bjargvættur Selfyssinga þegar liðið vann dýrmætan 1-0 sigur gegn Þór í 1. deildinni á Selfossi í dag.

Umfjöllun: Fylkismenn skutust upp í annað sætið

Fylkismenn gerðu góða ferð á Fjölnisvöll og unnu verðskuldaðan 1-3 sigur gegn Fjölnismönnum. Fylkir komst með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar en Fjölnir er áfram í erfiðum málum í neðri hlutanum.

Ingimundur: Hefðum átt að drepa leikinn fyrr

Hinn eldsnöggi Ingimundur Níels Óskarsson var mjög líflegur í 1-3 sigri Fylkis gegn Fjölni og skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Hann var ánægður með leikinn og þrjú mikilvæg stig en hefði viljað sjá Fylkismenn klára leikinn fyrr en þeir gerðu.

Valur Fannar: Áttum að vinna stærri sigur

Valur Fannar Gíslason átti fínan leik fyrir Fylki í 1-3 sigrinum gegn Fjölni í dag. Hann var vitanlega sáttur með stigin þrjú en hefði viljað sjá lið sitt skora fleiri mörk.

Ásmundur: Mikið óöryggi í varnarleik okkar

Fjölnismenn voru talsvert frá sínu besta í dag þegar liðið tapaði verðskuldað 1-3 gegn Fylki á Fjölnisvelli. Ásmundur Arnarsson þjálfari liðsins var svekktur í leikslok og viðurkennir að liðið hafi nú ekki verið spila vel.

Ólafur: Vantar bara að við klárum færin betur

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var eðlilega sáttur í leikslok í dag eftir sannfærandi 1-3 sigur Fylkis gegn Fjölni á Fjölnisvelli. Fylkismenn voru mun beittari en heimamenn og stigin þrjú voru því fyllilega verðskulduð.

Fylkir vann 1-3 sigur gegn Fjölni

Fylkismenn gerðu góða ferð á Fjölnisvöll og hirtu öll stigin með 1-3 sigri gegn slökum Fjölnismönnum. Ingimundur Níels Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir Fylki.

Líklegir endurfundir hjá Mourinho og Deco

Flest virðist nú benda til þess að miðjumaðurinn Deco yfirgefi Chelsea til þess að fara til Inter og spila aftur fyrir knattspyrnustjórann José Mourinho en félagarnir unnu Meistaradeildina saman með Porto árið 2004.

Maldini gæti fylgt Ancelotti til Chelsea

Eftir að Carlo Ancelotti var kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea hafa fjölmargir leikmenn AC Milan verið orðaðir við Lundúnafélagið og nægir í því samhengi að nefna Andrea Pirlo, Clarence Seedorf, Pato og Gennaro Gattuso.

Sjá næstu 50 fréttir