Umfjöllun: Stórsigur Stjörnunnar gegn Fram Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2009 18:15 Leikmenn Stjörnunnar fagna marki fyrr í sumar. Mynd/Valli Stjarnan er í 2.sæti Pepsi-deildar karla eftir stórsigur á Fram í Garðabæ í kvöld. Framarar sitja hins vegar í 9.sætinu með 5 stig. Fyrri hálfleikurinn í gær var algjörlega eign heimamanna. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum fótboltans og þar fyrir utan mun grimmari í öllum návígjum. Strax á 12.mínútu kom Halldór Orri Björnsson heimamönnum yfir þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið eftir sendingu Guðna Rúnars Helgasonar, en Halldór Orri átti mjög góðan leik í kvöld. Framarar hresstust eilítið um miðjan hálfleikinn og á 25.mínútu fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri sem hann náði ekki að nýta. Þremur mínútum síðar skoraði hinn 19 ára Arnar Már Björgvinsson síðan annað mark Stjörnunnar eftir klafs í teignum, en Arnar Már var í fyrsta skipti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld eftir að hafa skorað 4 mörk sem varamaður í leikjum Stjörnunnar til þessa. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var greinilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik því hann skipti þremur varamönnum inná á leikhléi. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur þó svo að leikur Fram hafi aðeins skánað í síðari hálfleik. Stjörnumenn færðu sig aðeins aftar á völlinn eftir hlé og beittu eitruðum skyndisóknum. Það bar árangur því á 65.mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Fram og klárað færið frábærlega. Arnar er þar með orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 6 mörk í 7 leikjum. Þremur mínútum síðar skoraði Halldór Orri svo á nýjan leik eftir skelfilegan varnarleik Framara. Eftir það slökuðu heimamenn aðeins á og Framarar fengu nokkur færi undir lokin. Ingvar Ólason nýtti eitt þeirra þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Niðurstaðan 4-1 sigur Stjörnunnar sem sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.Stjarnan - Fram 4-1 1-0 Halldór Orri Björnsson (12.mín) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (28.mín) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (65.mín) 4-0 Halldór Orri Björnsson (68.mín) 4-1 Ingvar Þór Ólason (78.mín) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (4) Skot (á mark): 17-8 (8-3)Varin skot: Bjarni 2 - Hannes 3Horn: 8 - 4Aukaspyrnur fengnar: 9 - 6Rangstöður: 4 - 2 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 (76 Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Arnar Már Björgvinsson 8 (83 Andri Sigurjónsson -) Birgir Hrafn Birgisson 7 (83 Ellert Hreinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Björn Pálsson 7Halldór Orri Björnsson 8 - Maður leiksinsÞorvaldur Árnason 6 Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 4 Almarr Ormarsson 3 Auðun Helgason 3 Jón Guðni Fjóluson 2 Samuel Tillen 3 Ívar Björnsson 4 (46 Alexander Veigar Þórarinsson 5) Halldór Hermann Jónsson 4 Paul McShane 4 Daði Guðmundsson 2 (46 Ingvar Þór Ólason 5) Josep Tillen 3 (46 Heiðar Geir Júlíusson 5) Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24 Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Stjarnan er í 2.sæti Pepsi-deildar karla eftir stórsigur á Fram í Garðabæ í kvöld. Framarar sitja hins vegar í 9.sætinu með 5 stig. Fyrri hálfleikurinn í gær var algjörlega eign heimamanna. Stjörnumenn voru miklu betri á öllum sviðum fótboltans og þar fyrir utan mun grimmari í öllum návígjum. Strax á 12.mínútu kom Halldór Orri Björnsson heimamönnum yfir þegar hann afgreiddi boltann glæsilega í netið eftir sendingu Guðna Rúnars Helgasonar, en Halldór Orri átti mjög góðan leik í kvöld. Framarar hresstust eilítið um miðjan hálfleikinn og á 25.mínútu fékk Hjálmar Þórarinsson dauðafæri sem hann náði ekki að nýta. Þremur mínútum síðar skoraði hinn 19 ára Arnar Már Björgvinsson síðan annað mark Stjörnunnar eftir klafs í teignum, en Arnar Már var í fyrsta skipti í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld eftir að hafa skorað 4 mörk sem varamaður í leikjum Stjörnunnar til þessa. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var greinilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik því hann skipti þremur varamönnum inná á leikhléi. Það bar hins vegar ekki tilætlaðan árangur þó svo að leikur Fram hafi aðeins skánað í síðari hálfleik. Stjörnumenn færðu sig aðeins aftar á völlinn eftir hlé og beittu eitruðum skyndisóknum. Það bar árangur því á 65.mínútu skoraði Arnar Már sitt annað mark eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Fram og klárað færið frábærlega. Arnar er þar með orðinn markahæstur í Pepsi-deildinni með 6 mörk í 7 leikjum. Þremur mínútum síðar skoraði Halldór Orri svo á nýjan leik eftir skelfilegan varnarleik Framara. Eftir það slökuðu heimamenn aðeins á og Framarar fengu nokkur færi undir lokin. Ingvar Ólason nýtti eitt þeirra þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Niðurstaðan 4-1 sigur Stjörnunnar sem sitja sem fastast í 2.sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum FH.Stjarnan - Fram 4-1 1-0 Halldór Orri Björnsson (12.mín) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (28.mín) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (65.mín) 4-0 Halldór Orri Björnsson (68.mín) 4-1 Ingvar Þór Ólason (78.mín) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason (4) Skot (á mark): 17-8 (8-3)Varin skot: Bjarni 2 - Hannes 3Horn: 8 - 4Aukaspyrnur fengnar: 9 - 6Rangstöður: 4 - 2 Stjarnan (4-5-1)Bjarni Þórður Halldórsson 5 Guðni Rúnar Helgason 6 (76 Bjarki Páll Eysteinsson -) Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Arnar Már Björgvinsson 8 (83 Andri Sigurjónsson -) Birgir Hrafn Birgisson 7 (83 Ellert Hreinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Björn Pálsson 7Halldór Orri Björnsson 8 - Maður leiksinsÞorvaldur Árnason 6 Fram (4-5-1) Hannes Þór Halldórsson 4 Almarr Ormarsson 3 Auðun Helgason 3 Jón Guðni Fjóluson 2 Samuel Tillen 3 Ívar Björnsson 4 (46 Alexander Veigar Þórarinsson 5) Halldór Hermann Jónsson 4 Paul McShane 4 Daði Guðmundsson 2 (46 Ingvar Þór Ólason 5) Josep Tillen 3 (46 Heiðar Geir Júlíusson 5) Hjálmar Þórarinsson 3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Fram. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24 Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Þorvaldur: Auðvitað hef ég áhyggjur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki kátur eftir leik sinna manna í Fram gegn Stjörnunni enda Framarar teknir í bakaríið gegn spútnikliði Stjörnunnar. 14. júní 2009 21:24
Bjarni: Kraftur, hraði og flott spil Bjarni Jóhannsson er þjálfari Stjörnunnar og hann var vitaskuld ánægður eftir stórsigur sinna manna gegn Frömurum. 14. júní 2009 21:44