Enski boltinn

Inter vill fá Deco og Carvalho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Deco og Carvalho á æfingu með Chelsea í vetur.
Deco og Carvalho á æfingu með Chelsea í vetur. Nordic Photos / AFP
Massimo Morattei, forseti Inter, hefur greint frá því að félagið eigi nú í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea um kaup á þeim Ricardo Carvalho og Deco.

Báðir léku þeir hjá Porto undir stjórn Jose Mourinho, núverandi stjóra Inter. Mourinho tók svo við Chelsea árið 2004 og tók þá Carvalho með sér þangað. Deco kom til Chelsea frá Barcelona fyrir ári síðan. Báðir eru 31 árs gamlir.

„Mourinho hefur beðið okkur um að fá Deco og Carvalho og erum við að vinna í því máli," sagði Moratti.

Báðir léku ekki eins mikið og þeir vonuðust til á síðustu leiktíð og sagði Deco fyrir stuttu að hann vildi gjarnan fara til Inter. Carvalho sagðist vilja finna sér nýtt félag.

„Við höfum ekki enn náð samkomulagi við Chelsea en ég held að það sé stutt þar til það gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×