Umfjöllun: Þróttur vann sinn fyrsta sigur Gunnar Örn Jónsson skrifar 14. júní 2009 23:05 Sindri Snær stóð sig vel í marki Þróttar í kvöld. Þróttur innbyrti sinn fyrsta sigur á Valbjarnarvelli í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV 2-1. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Þróttara sem með sigrinum eru komnir með 5 stig en eyjamönnum mistókst að sigra þriðja leikinn í röð og eru því enn með 6 stig. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta almennilega færið fengu eyjamenn þegar Andri Ólafsson átti skot að marki Þróttar en boltinn hafnaði í þverslánni ofanverðri. Matt Garner átti skömmu síðar skalla að marki Þróttar úr ágætis færi sem Sindri varði tiltölulega auðveldlega. Töluverð barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að sækja en þó voru eyjamenn líklegri til að skora og voru í heildina litið töluvert sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Bæði lið voru varfærin í sínum aðgerðum og tóku litla áhættu í fyrri hálfleiknum sem þótti ekki mikið fyrir augað að mati viðstaddra. Í seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum og þó sérstaklega Þrótturum sem komust yfir á 64. mínútu með marki Hjartar Júlíusar Hjartarsonar sem tók boltann fallega niður og smellti honum í netið eftir góðan undirbúning frá manni leiksins, Magnúsi Má Lúðvíkssyni, lánsmanni frá KR. Aðeins fimm mínútum síðar skoruðu Þróttarar aftur og var þar að verki Dennys Danry eftir glæsilegan undirbúning Magnúsar Más. Eyjamenn hættu þó ekki, þeir spiluðu ágætis knattspyrnu og uppskáru mark í uppbótartíma þegar varamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði með skalla. Sigur Þróttar var tiltölulega sanngjarn þegar upp er staðið þrátt fyrir töluverða yfirburði eyjamanna í fyrri hálfleiknum. Mark eyjamanna kom einfaldlega of seint og flautaði Kristinn Jakobsson, góður dómari leiksins til leiksloka nokkrum sekúndum eftir markið. Þróttur - ÍBV 2-1 Valbjarnavöllur. Áhorfendur: óuppgefið en varla meira en 500 manns Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 15-17 (5-8)Varin skot: Sindri 7, Albert 3.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður 3-3Þróttur (4-3-3): Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 6 Kristinn Steinar Kristinsson 6 Kristján Ómar Björnsson 7 Birkir Pálsson 6 Hallur Hallsson (f) 7 Dennis Danry 6 Morten Smidt 5Magnús Már Lúðvíksson 7 ML (77. Ingvi Sveinsson) Hjörtur Júlíus Hjartarson 7 Davíð Þór Rúnarsson 5 (72. Andrés Vilhjálmsson)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Matt Garner 5 Bjarni Rúnar Einarsson 6 (78 Augustine Nsumba) Christopher Clements 5 Andri Ólafsson (f) 6 Tony Mawejje 4 ( 75. Þórarinn Ingi Valdimarsson) Ajay Leitch-Smith 5 Gauti Þorvarðarson 4 (68. Viðar Örn Kjartansson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Þróttur innbyrti sinn fyrsta sigur á Valbjarnarvelli í kvöld þegar liðið sigraði ÍBV 2-1. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Þróttara sem með sigrinum eru komnir með 5 stig en eyjamönnum mistókst að sigra þriðja leikinn í röð og eru því enn með 6 stig. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta almennilega færið fengu eyjamenn þegar Andri Ólafsson átti skot að marki Þróttar en boltinn hafnaði í þverslánni ofanverðri. Matt Garner átti skömmu síðar skalla að marki Þróttar úr ágætis færi sem Sindri varði tiltölulega auðveldlega. Töluverð barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og liðin skiptust á að sækja en þó voru eyjamenn líklegri til að skora og voru í heildina litið töluvert sterkari aðilinn án þess þó að skapa sér nein dauðafæri. Bæði lið voru varfærin í sínum aðgerðum og tóku litla áhættu í fyrri hálfleiknum sem þótti ekki mikið fyrir augað að mati viðstaddra. Í seinni hálfleik lifnaði yfir leiknum og þó sérstaklega Þrótturum sem komust yfir á 64. mínútu með marki Hjartar Júlíusar Hjartarsonar sem tók boltann fallega niður og smellti honum í netið eftir góðan undirbúning frá manni leiksins, Magnúsi Má Lúðvíkssyni, lánsmanni frá KR. Aðeins fimm mínútum síðar skoruðu Þróttarar aftur og var þar að verki Dennys Danry eftir glæsilegan undirbúning Magnúsar Más. Eyjamenn hættu þó ekki, þeir spiluðu ágætis knattspyrnu og uppskáru mark í uppbótartíma þegar varamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði með skalla. Sigur Þróttar var tiltölulega sanngjarn þegar upp er staðið þrátt fyrir töluverða yfirburði eyjamanna í fyrri hálfleiknum. Mark eyjamanna kom einfaldlega of seint og flautaði Kristinn Jakobsson, góður dómari leiksins til leiksloka nokkrum sekúndum eftir markið. Þróttur - ÍBV 2-1 Valbjarnavöllur. Áhorfendur: óuppgefið en varla meira en 500 manns Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 15-17 (5-8)Varin skot: Sindri 7, Albert 3.Horn: 4-5Aukaspyrnur fengnar: 11 - 13Rangstöður 3-3Þróttur (4-3-3): Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 6 Kristinn Steinar Kristinsson 6 Kristján Ómar Björnsson 7 Birkir Pálsson 6 Hallur Hallsson (f) 7 Dennis Danry 6 Morten Smidt 5Magnús Már Lúðvíksson 7 ML (77. Ingvi Sveinsson) Hjörtur Júlíus Hjartarson 7 Davíð Þór Rúnarsson 5 (72. Andrés Vilhjálmsson)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 5 Eiður Aron Sigurbjörnsson 5 Yngvi Magnús Borgþórsson 5 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Matt Garner 5 Bjarni Rúnar Einarsson 6 (78 Augustine Nsumba) Christopher Clements 5 Andri Ólafsson (f) 6 Tony Mawejje 4 ( 75. Þórarinn Ingi Valdimarsson) Ajay Leitch-Smith 5 Gauti Þorvarðarson 4 (68. Viðar Örn Kjartansson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira