Fleiri fréttir

Ummælum Guðjóns ekki vísað til aganefndar

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, býst ekki við að vísa ummælum Guðjóns Þórðasonar til Aga- og úrskurðarnefndar. Guðjón sakaði Garðar Örn Hinriksson, dómara leiksins, um að beita sig ofbeldi í leiknum í gær.

Garðar hefði mátt flauta leikinn af

Garðar Örn Hinriksson hafði fulla heimild til að flauta leik KR og ÍA af eins og hann hótaði að gera ef Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, myndi ekki fara að fyrirmælum hans.

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.

Láðist að setja upp borðann

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

ÍA fékk ekki Man City

Erfitt verkefni bíður Vals í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en FH og ÍA voru einnig í pottinum í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar.

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.

Ekki viss um að Lampard komi í sumar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, er ekki viss um að Frank Lampard komi til félagsins í sumar frá Chelsea. Hann er hins vegar handviss um að hann komi á næsta ári.

Garðar skoraði í norska boltanum

Garðar Jóhannsson skoraði fyrra mark Fredrikstad sem vann Vålerenga 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Garðar jafnaði fyrir Fredrikstad en liðið er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Stabæk.

Stefán: Þetta gengur ekki

KR-ingar unnu sinn þriðja deildarleik í röð þegar þeir unnu 2-0 sigur á ÍA í dramatískum leik í kvöld. Skagamenn fengu að líta þrjú rauð spjöld.

Jafntefli í Kópavoginum

Breiðablik og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflavík komst tveimur mörkum yfir í leiknum en Blikum tókst að jafna með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Juventus fær varnarmann

Juventus hefur fengið króatíska landsliðsmanninn Dario Knezevic frá Livorno. Þessi sterki varnarmaður var á leið til Torino en rétt áður en ganga frá sölunni þá skarst Juventus í leikinn og krækti í Knezevic.

Vieri til Atalanta þrátt fyrir mótmæli

Sóknarmaðurinn Christian Vieri er genginn í raðir Atalanta á frjálsri sölu. Þessi 34 ára leikmaður hefur víða komið við á ferlinum en er líklega þekktastur fyrir dvöl sína hjá Inter.

Deco kominn til Chelsea

Chelsea hefur komist að samkomulagi við Barcelona um kaupverð á miðjumanninum Deco. Luiz Felipe Scolari, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, þjálfaði Deco hjá portúgalska landsliðinu

Lampard er á Ítalíu

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur verið sterklega orðaður við Inter í sumar og einhverjir fjölmiðlar hafa fullyrt að hann sé á leið í ítalska liðið. Lampard er nú staddur á Ítalíu.

Barton játar á sig sök

Joey Barton hefur játað á sig sök í ákæru á hendur honum vegna árásar á fyrrum liðsfélaga. Barton lamdi Ousmane Dabo á æfingasvæðinu á síðasta ári.

Brynjar Björn bestur og Þórður verstur

Íslenskir knattspyrnumenn eru fyrirferðamiklir á lista stuðningsmannasíðu fyrrum Íslendingaliðsins Stoke yfir bestu og verstu útlendinga félagsins frá upphafi.

Steaua fær að taka þátt í Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að Steaua Búkarest fær að taka þátt í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafa verið sakaðir um mútur.

Aðeins einn nýr leikmaður hjá United í sumar

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, býst við því að kaupa aðeins einn leikmann til félagsins þegar að félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik á miðnætti í kvöld.

Kjartan skoraði fyrir Sandefjord

Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark Sandefjord í 2-0 sigri á KIL í norsku B-deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Pellegrino aftur til Liverpool

Mauricio Pellegrino er aftur genginn til liðs við Liverpool en í þetta sinn sem hluti af þjálfarateymi Rafael Benitez, knattspyrnustjóra liðsins.

Xavi besti leikmaður EM 2008

Knattspyrnusamband Evrópu hefur útnefnd miðvallarleikmanninn Xavi Hernandez sem besta leikmann Evrópumótsins í Sviss og Austurríki.

Villa reiðubúið að láta Barry fara

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að félagið sé reiðubúið að láta Gareth Barry fara frá félaginu ef Liverpool er tilbúið að greiða uppsett verð.

Boltavaktin í Kópavogi og Vesturbæ

Tveir leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld. Klukkan 19:15 hefst leikur Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli og klukkan 20 verður flautað til leiks á KR-velli þar sem ÍA er í heimsókn.

Torres: Spánn átti skilið að vinna

Markaskorarinn Fernando Torres sagði eftir sigur sinna manna á EM 2008 í kvöld að Spánverjar hefðu átt sigurinn skilið þar sem liðið spilaði best í öllu mótinu.

Spánn Evrópumeistari

Spánverjar urðu í kvöld Evrópumeistarar í fótbolta með 1-0 sigri á Þýskalandi í úrslitaleik. Sigur Spánverja var sanngjarn en þeir voru mun beittari í sínum aðgerðum meðan Þjóðverjar náðu sér engan veginn á strik.

Sigur fyrir fótboltann

Cesc Fabregas, miðjumaður spænska landsliðsins, segir að sigurinn í kvöld sé hiklaust stærsta stund hans á fótboltaferlinum. Þá segir hann að sigur Spánar sé sigur fyrir fótboltann.

Villa markakóngur

Þrátt fyrir að hafa misst af úrslitaleiknum er David Villa klárlega einn af leikmönnum Evrópumótsins. Villa varð markakóngur á mótinu með fjögur mörk. Þau komu öll í tveimur fyrstu leikjum Spánar á mótinu.

Gunnleifur: Stig sem hjálpar ekkert

Grindavík og HK gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði HK, hefði viljað fá öll stigin úr leiknum.

Ballack er með í kvöld

Michael Ballack verður með þýska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Ballack hefur átt við meiðsli að stríða og lítið getað æft síðustu daga.

Sjá næstu 50 fréttir