Íslenski boltinn

Jafntefli í Kópavoginum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Blikar náðu jafntefli eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Myndin er úr leik þeirra gegn Fram í síðustu umferð.
Blikar náðu jafntefli eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Myndin er úr leik þeirra gegn Fram í síðustu umferð.

Breiðablik og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflavík komst tveimur mörkum yfir í leiknum en Blikum tókst að jafna með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur og bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn í lokin. Keflavík er nú þremur stigum á eftir toppliði FH þegar níu umferðum er lokið en Breiðablik í sjöunda sæti.

Nenad Zivanovic varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Simun Samuelsen á 14. mínútu. Keflavík bætti síðan öðru marki við á 56. mínútu en þá skoraði Patrik Redo í opið markið

Blikar minnkuðu muninn aðeins tveimur mínútum síðar en þá náði Zivanovic að skora í rétt mark. Á 75. mínútu skoraði síðan Arnar Grétarsson og jafnaði metin í 2-2 með stórglæsilegu marki.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×