Fótbolti

Ferguson ánægður með sigur Spánverja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sigur Spánverja á EM 2008 sé í raun sigur fyrir knattspyrnuna sjálfa. Hann sagði að Spánverjar hafi einnig átt fyllilega skilið að vinna úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum í gær.

„Þegar lið spilar þessa tegund knattspyrnu er þetta sigur knattspyrnunnar," sagði Ferguson. „Ég er ánægður fyrir þeirra hönd. Þeir stóðu sig virkilega vel í gær."

„Spánverjar voru miklu mun betri í gær og ég tel að þeir hafi verið með besta lið keppninnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×