Fótbolti

Xavi besti leikmaður EM 2008

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi fagnar marki Fernando Torres í gær með liðsfélögum sínum.
Xavi fagnar marki Fernando Torres í gær með liðsfélögum sínum. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur útnefnd miðvallarleikmanninn Xavi Hernandez sem besta leikmann Evrópumótsins í Sviss og Austurríki.

Xavi er 28 ára gamall og liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona. Hann hefur skorað átta mörk í 63 landsleikjum og var lykilmaður í úrslitaleik Spánar og Þýskalands í gær.

Hann skoraði eitt mark á mótinu og lagði upp sigurmark Fernando Torres í úrslitaleiknum í gær.

UEFA hefur einnig valið lið mótsins:

Markverðir: Gianluigi Buffon (Ítalía), Iker Casillas (Spánn), Edwin van der Sar (Holland).

Varnarmenn: Bosingwa (Portúgal), Philipp Lahm (Þýskaland), Carlos Marchena (Spánn), Pepe (Portúgal), Carles Puyol (Spánn), Yuri Zhirkov (Rússland).

Miðvallarleikmenn: Hamit Altıntop (Tyrkland), Luka Modrić (Króatía), Marcos Senna (Spánn), Xavi Hernández (Spánn), Konstantin Zyryanov (Rússland), Michael Ballack (Þýskaland), Cesc Fàbregas (Spánn), Andrés Iniesta (Spánn), Lukas Podolski (Þýskaland), Wesley Sneijder (Holland).

Framherjar: Andrei Arshavin (Rússland), Roman Pavlyuchenko (Rússland), Fernando Torres (Spánn), David Villa (Spánn).

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×