Íslenski boltinn

Boltavaktin í Kópavogi og Vesturbæ

Elvar Geir Magnússon skrifar

Tveir leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld. Klukkan 19:15 hefst leikur Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli og klukkan 20 verður flautað til leiks á KR-velli þar sem ÍA er í heimsókn.

Fylgst verður grannt með gangi mála í leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins meðan þeir eru í gangi.

Miðstöð Boltavaktarinnar safnar saman öllum helstu upplýsingunum úr leikjunum og birtir jafnóðum á sama staðnum. Á henni má einnig komast inn á Boltavakt hvers leiks.

Slóð Miðstöðvarinnar er visir.is/boltavakt.

Blikar hafa ollið vonbrigðum á tímabilinu og sitja í áttunda sæti deildarinnar. Keflvíkingar eru í öðru sæti en það er pressa á þeim að ná í sigur í kvöld til að missa FH-inga ekki of langt frá sér.

Leikur KR og ÍA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR-ingar virðast komnir á flug og hafa unnið þrjá leiki í röð. Með sigri í kvöld komast þeir upp í þriðja sæti deildarinnar. Skagamenn komast hinsvegar úr fallsæti takist þeim að vinna í kvöld.

19:15 Breiðablik - Keflavík

20:00 KR - ÍA








Fleiri fréttir

Sjá meira


×