Íslenski boltinn

ÍA fékk ekki Man City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valsmenn fagna marki.
Valsmenn fagna marki.

Erfitt verkefni bíður Vals í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en FH og ÍA voru einnig í pottinum í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar.

Valur mætir BATE frá Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. BATE sló út FH í sömu keppni í fyrra.

Ef Valur vinnur hins vegar sigur á BATE mætir liðið stórliði Anderlecht í annarri umferð.

FH mætir Grevenmacher frá Lúxemborg í forkeppni UEFA-bikarkeppninnar. ÍA mætir Honka frá Finnlandi.

Það var færeyska liðið EB/Streymur sem datt í lukkupottinn og mætir Manchester City í forkeppninni.

Djurgården, lið Sigurðs Jónssonar, mætir Flora frá Eistlandi í sömu keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×