Fleiri fréttir

Manchester United kjöldró Newcastle

Manchester United gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk gegn lánlausu liði Newcastle á heimavelli sínum í dag. Liðið er þar með komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik.

Manuel Fernandes aftur til Everton

Everton og Valencia hafa gengið frá lánssamningi þess efnis að Manuel Fernandes leiki með fyrrnefnda liðinu út leiktíðina.

Enginn Íslendinganna með í Skotlandi

Eggert Gunnþór Jónsson og Haraldur Björnsson sátu báðir á varamannabekk Hearts sem gerði 2-2 jafntefli við Motherwell í skosku bikarkeppninni í dag.

Sundsvall einnig á eftir Sverri

Sænska úrvalsdeildarliðið GIF Sundsvall hefur áhuga á að fá Sverri Garðarsson, leikmann FH, til liðs við sig.

Twente hefur áhuga á Bjarna Þór

Hollenska úrvalsdeildarliðið Twente hefur sýnt Bjarna Þór Viðarssyni mikinn áhuga og segist Bjarni sjálfur vel tilbúinn að skoða málið.

AZ staðfestir áhuga Bolton á Grétari Rafni

Marcel Brands, yfirmaður tæknimála hjá AZ Alkmaar, hefur staðfest áhuga Bolton á Grétari Rafni Steinssyni og segir enska úrvalsdeildarfélaginu frjálst að gera tilboð í hann.

Redknapp hafnaði Newcastle

Harry Redknapp verður áfram knattspyrnustjóri Portsmouth en hann útilokaði í samtali við fréttamenn í morgun að taka við Newcastle.

Shearer eða Redknapp?

Alan Shearer hefur áhuga á því að taka við Newcastle ef til hans verður formlega leitað. Þetta hefur Sky fréttastofan eftir heimildamönnum sínum sem þekkja til fyrrum fyrirliða liðsins.

Mykhaylychenko tekinn við Úkraínu

Fyrrum landsliðsmaðurinn Olexiy Mykhaylychenko var í dag ráðinn landsliðsþjálfari Úkraínu í knattspyrnu og tekur hann við af Oleh Blokhin sem sagði af sér í síðasta mánuði í kjölfar þess að liðið náði ekki að tryggja sér sæti á EM.

Hrósar Adriano í hástert

Þjálfari Sao Paulo í Brasilíu er ekki í nokkrum einasta vafa um að framherjinn Adriano eigi eftir að nýtast liðinu vel á sex mánaða lánssamningi sínum frá Inter á Ítalíu.

Fengu þeir að leggja rútu á vellinum?

Juande Ramos, stjóri Tottenham, segir sitt handbragð smátt og smátt vera að koma í ljós á liðinu eftir að hann tók við í haust. Hans bíður nú erfitt verkefni með liðið á móti Chelsea á Stamford Bridge á morgun.

Ellefu milljarða Anelka

Franski framherjinn Nicolas Anelka er orðinn dýrasti knattspyrnumaður sögunnar í kjölfar þess að hann gekk í raði Chelsea í dag fyrir 1860 milljónir króna. Enginn leikmaður hefur kostað jafn háa fjárhæð samanlagt og þessi 28 ára gamli framherji.

Sven langar í tangó

Breska blaðið Sun birti í dag safaríkar fréttir af nýjasta skotmarki kvennabósans Sven-Göran Eriksson, stjóra Manchester City. Sven mun hafa fallið fyrir hinni glæsilegu Aleshu Dixon og mun ætla að dansa hana upp úr skónum.

Roman nartari

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich hjá Chelsea nýtur nú lífsins í karabíska hafinu með kærustu sinni, fyrirsætunni Dariu Zhukovu. Paparazzi ljósmyndarar náðu mynd af eiganda Chelsea þar em hann nartar í lærið á kærustunni í sundlaug um borð í lúxussnekkju sinni.

Fredi er til í Tottenham

Framherjinn Fredi Kanoute segist vera vel til í að skoða þann möguleika að snúa aftur til Tottenham á Englandi. Kanoute hefur slegið í gegn síðan hann fór frá Englandi til Spánar en getur hugsað sér að spila aftur undir stjórn Juande Ramos.

O´Donnel heitinn heiðraður hjá Motherwell

Skoska knattspyrnufélagið Motherwell ætlar að skíra aðalstúkuna á heimavelli sínum í höfuðið á fyrrum fyrirliða sínum Phil O´Donnel sem lést úr hjartagalla í deildarleik í síðasta mánuði. Stúkan mun heita O´Donnel stúkan frá og með fyrsta leik á næsta tímabili.

Skrtel skrifar undir hjá Liverpool

Slóvakinn Martin Skrtel skrifaði í dag undir fjörurra og hálfs árs samning við Liverpool eftir að hafa verið keyptur frá rússneska félaginu Zenit í Pétursborg. Kaupverðið á hinum 23 ára gamla varnarmanns er sagt um 4,5 milljónir punda.

Hættur við að fara til Þýskalands

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal er hættur við að ganga í raðir fyrrum félaga sinna í Dortmund í Þýskalandi og ber við persónulegum ástæðum. Landsliðsþjálfari Þjóðverja segir þessa ákvörðun hans ekki útiloka að markvörðurinn fái sæti í landsliðinu þó sýnt þyki að hann muni minna fá að spila hjá enska liðinu.

Santa Cruz bestur í desember

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þá var Arsene Wenger hjá Arsenal útnefndur þjálfari mánaðarins.

Kevin Blackwell hættir hjá Luton

Stjórn enska C-deildarliðsins Luton hefur ákveðið að Kevin Blackwell hætti sem knattspyrnustjóri liðsins í næsta mánuði.

Chelsea búið að klófesta Anelka

Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni kaupin á Nicolas Anelka frá Bolton. Kaupverðið er sagt nema fimmtán milljónum punda.

Eriksson líst vel á Akram

Ekkert hefur orðið enn að því að Írakinn Nashat Akram hafi gengið formlega til liðs við Manchester City en Sven-Göran Eriksson hefur þó sagt að honum lítist vel á kappann.

United á eftir Huntelaar

Manchester United mun vera að undirbúa tólf milljóna punda tilboð í hollenska framherjann Klaas Jan Huntelaar, leikmann Ajax.

Skrtel skrifar undir í dag

Því var haldið fram í enskum fjölmiðlum í morgun að Liverpool muni í dag ganga formlega frá kaupunum á varnarmanninum Martin Skrtel.

Klinsmann tekur við Bayern í sumar

Bayern München hefur tilkynnt að Jürgen Klinsmenn taki við starfi knattspyrnustjóra hjá liðinu frá og með 1. júlí næstkomandi.

Kitson neitaði að blása

Dave Kitson, leikmaður Íslendingaliðsins Reading, þarf að koma fyrir rétt í Bretlandi þar sem hann neitaði blása í áfengismæli þegar hann var stöðvaður af lögreglunni.

Munum aldrei selja Ronaldo

David Gill, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að félagið muni aldrei selja Cristiano Ronaldo frá félaginu.

Adebayor oftast rangstæður

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Arsenal er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa oftast verið dæmdur rangstæður í ensku úrvalsdeildinni til þessa í vetur.

58 útileikir í röð án sigurs á þeim stóru

Tottenham hefur ekki sótt gull í greipar hinna fjögurra stóru á Englandi undanfarin ár. Í skemmtilegri samantekt Opta kemur í ljós að liðið hefur aðeins unnið tvo af 63 leikjum sínum gegn bestu liðum Englands á útivelli frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

Briatore vill ekki sjá ítalska boltann

Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1 og meðeigandi í knattspyrnufélaginu QPR, segir ekki hafa komið til greina fyrir sig að fjárfesta í ítölsku knattspyrnufélagi.

Allardyce var aldrei fyrsti kostur

Vinur Mike Ashley, eiganda Newcastle, segir að eigandinn hafi ekki treyst Sam Allardyce fyrir því að kaupa leikmenn til félagsins. Hann segir Stóra-Sam aldrei hafa verið fyrsta kost Ashley í stjórastólinn, en Ashley keypti Newcastle skömmu eftir að Allardyce var ráðinn til starfa.

Berbatov knattspyrnumaður ársins

Framherjinn Dimitar Berbatov hjá Tottenham hefur verið útnefndur knattspyrnumaður ársins í Búlgaríu í fjórða skipti. Þessi 26 ára gamli markahrókur hlaut einnig nafnbótina árin 2002,2004 og 2005.

Neville skoraði fyrir United

Gary Neville stefnir nú á enn eina endurkomuna með liði Manchester United, en hann hefur ekki spilað alvöruleik í tíu mánuði. Neville skoraði annað marka varaliðs United í 2-2 jafntefli við Everton og ættu nú að geta farið að spila með aðalliðinu.

Afonso fer frá Heerenveen

Brasilíumaðurinn Afonso Alves er á leið frá hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen nú í janúar. Þetta staðfesti knattspyrnustjóri liðsins.

Sissoko við það að fara til Juventus

Mohamed Sissoko sagði í dag að hann væri mjög nálægt því að semja við Juventus og býst við því að fregna sé að vænta af málinu á allra næstu dögum.

Redknapp neitar orðrómi um Newcastle

Harry Redknapp segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hann verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle en Sam Allardyce var rekinn frá félaginu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir