Enski boltinn

Afonso fer frá Heerenveen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Afonso Alves fagnar einu sjö marka sinna í leik Heerenveen og Herakles í hollensku úrvalsdeildinni í haust.
Afonso Alves fagnar einu sjö marka sinna í leik Heerenveen og Herakles í hollensku úrvalsdeildinni í haust. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Afonso Alves er á leið frá hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen nú í janúar. Þetta staðfesti knattspyrnustjóri liðsins.

Alves var kjörinn leikmaður tímabilsins í Hollandi í vor og skoraði til að mynda sjö mörk í einum og sama leiknum í vor. Hann hefur sterklega verið orðaður við Manchester City en Middlesbrough og AZ Alkmaar eru einnig á höttunum eftir honum.

„Málið er afgreitt," sagði Gert Jan Verbeek, stjóri Heerenveen. „Um leið og hann gerði okkur grein fyrir því að hann vildi fara var ljóst að því yrði ekki breytt. Ég hef ekki áhuga á því hvort hann hafi nú þegar skrifað undir nýjan samning við AZ eða eitthvert annað félag."

„Ég vil bara vinna með leikmönnum sem eru heilshugar hjá félaginu og á það ekki við Alves."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×