Enski boltinn

Kitson neitaði að blása

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dave Kitson, leikmaður Reading.
Dave Kitson, leikmaður Reading. Nordic Photos / Getty Images

Dave Kitson, leikmaður Íslendingaliðsins Reading, þarf að koma fyrir rétt í Bretlandi þar sem hann neitaði blása í áfengismæli þegar hann var stöðvaður af lögreglunni.

Kitson var stöðvaður snemma morguns á miðvikudaginn af lögreglunni og sýndi henni mótþróa þegar hún bað hann um að blása í áfengismælinn.

Hann mætir fyrir rétt á föstudaginn eftir viku og má búast við því að verða refsað fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×