Enski boltinn

United á eftir Huntelaar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Klaas Jan Huntelaar, leikmaður Ajax.
Klaas Jan Huntelaar, leikmaður Ajax. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United mun vera að undirbúa tólf milljóna punda tilboð í hollenska framherjann Klaas Jan Huntelaar, leikmann Ajax.

United hefur lengi haft augastað á Huntelaar sem hefur skorað 53 mörk í 65 leikjum með Ajax. Hann er 24 ára gamall og hefur verið líkt við Ruud van Nistelrooy sem skoraði mörg mörk fyrir United á sínum tíma.

Arsenal og Juventus hafa einnig fylgst með Huntelaar sem Ajax verðmetur á átján milljónir punda, samkvæmt frétt í The Sun í dag.

Blaðið segir hins vegar að félagið eigi í fjárhagsvandræðum og gæti því neyðst til að taka tilboði United. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×