Fleiri fréttir Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo. 4.9.2007 13:55 Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. 4.9.2007 13:42 Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey. 4.9.2007 13:22 Stjórnarformaður Derby fær haturspóst Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni. 4.9.2007 12:55 Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar. 4.9.2007 12:14 Loew hissa á ákvörðun Chelsea Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi. 4.9.2007 12:07 Stjörnurnar æfðu ekki með enska landsliðinu Steven Gerrard var einn þeirra stjörnuleikmanna sem gátu ekki mætt á æfingu enska landsliðsins í morgun, en liðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leikinn gegn Ísraelum í undankeppni EM á Wembley á laugardaginn. Alls voru fjórir lykilmenn enska liðsins fjarverandi í morgun. 4.9.2007 11:54 King frá fram í nóvember? Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla. 4.9.2007 11:44 Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi. 4.9.2007 11:38 Ensk knattspyrna er í bráðri hættu Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu. 4.9.2007 11:11 Johansson í landsliðið í stað Ljungberg Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu, hefur kallað á miðjumanninn Andreas Johansson frá AaB Álaborg í hóp sinn sem mætir Dönum í undankeppni EM á laugardaginn. Johansson kemur inn í liðið í stað Freddie Ljungberg hjá West Ham sem er meiddur á nára. Hóp Svía má sjá hér fyrir neðan. 4.9.2007 11:02 Kærum okkur ekki um neina forgjöf "Það liggur ljóst fyrir í samningnum sem gerður var milli félaganna að lánsmenn FH mega ekki spila gegn félaginu sínu í bikarkeppninni og það er klárt, en það getur vel verið að við tökum aðra ákvörðun þegar nær dregur," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort FH-ingarnir þrír sem leika sem lánsmenn hjá Fjölni fengju að spila úrslitaleikinn í Visa-bikarnum gegn FH. 4.9.2007 10:22 Savage: Leikmenn Arsenal eru hræsnarar Miðjumaðurinn harðskeytti Robbie Savage hjá Blackburn hefur nú blandað sér í gamalt orðastríð sem hefur verið í gangi milli Blackburn og Arsenal síðan árið 2005. Savage segir leikmenn Arsenal vera hræsnara eftir að þeir gagnrýndu Blackburn fyrir að vera gróft lið. 4.9.2007 09:57 Robben skýtur á Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Real Madrid sendi fyrrum félögum sínum í Chelsea smá skot í viðtali við The Sun í dag. Robben segist hafa kosið að fara til spænsku meistaranna af því hann vildi spila skemmtilegri knattspyrnu. 4.9.2007 09:51 N´Zogbia framlengir við Newcastle Franski unglingalandsliðsmaðurinn Charles N´Zogbia hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Samningurinn er til fimm ára og gildir út leiktíðina 2012. N´Zogbia er miðjumaður og átti ekki fast sæti í liði Newcastle undir stjórn Glen Roeder, en hefur staðið sig vel í stöðu bakvarðar eftir að Sam Allardyce tók við liðinu. 4.9.2007 09:39 Hiddink: Englendingar eru hræddir Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, segir að ensku landsliðsmennirnir séu hræddir og taugaveiklaðir og það sé ástæðan fyrir því að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Hiddink þótti koma sterklega til greina sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu á sínum tíma, en hann stýrir Rússum í leik gegn Englendingum í næstu viku. 4.9.2007 09:31 Djurgården á toppinn Nokkrir leikir fóru fram í norsku og sænsku knattspyrnunni í gærkvöld. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden náðu eins stigs forystu á toppi sænsku deildarinnar með góðum 4-1 útisigri á Helsingborg. 4.9.2007 09:02 Fjölnir í úrslitaleikinn Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt. 3.9.2007 22:35 Okocha óvænt á leið til Hull Enska 1. deildarliðið Hull City mun á morgun kynna Jay-Jay Okocha sem nýjan leikmann liðsins. Okocha er 34 ára og er fyrrum nígerískur landsliðsmaður. Hann var fjögur ár hjá Bolton Wanderes þar sem hann fór á kostum og sýndi stórskemmtileg tilþrif. 3.9.2007 23:22 Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum. 3.9.2007 22:40 Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast. 3.9.2007 22:24 Öruggur sigur Sevilla Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1. 3.9.2007 22:04 Framlengt í Laugardal Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu. 3.9.2007 21:50 Gunnar Már hefur jafnað Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. 3.9.2007 21:17 Albert kom Fylki yfir Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu. 3.9.2007 20:49 Öruggir sigrar Breiðabliks og KR Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1. 3.9.2007 20:31 Jaaskeilainen til Arsenal? Talið er að Arsenal hyggist kaupa finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskeilainen þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Jaaskeilainen hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton. 3.9.2007 20:04 Enn talsvert í Ballack Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi 31. árs leikmaður er enn að jafna sig eftir aðgerð og er reiknað með því að hann snúi ekki aftur fyrr en í október. 3.9.2007 19:41 Nær Fjölnir að brjóta blað? Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00. 3.9.2007 18:59 Adriano á ekki sjö dagana sæla Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar. 3.9.2007 18:24 Jafnt hjá Milan og Fiorentina AC Milan og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku Serie-A deildinni í dag. Brasilímaðurinn Kaka kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Adrian Mutu jafnaði metin í seinni hálfleik og þar við sat. 3.9.2007 18:08 Halifax bjargað af vefsíðu? Fótboltafélagið Halifax Town er á barmi þess að verða gjaldþrota. Svo gæti þó farið að félaginu verði bjargað af vefsíðunni myfootballclub.co.uk. Vefsíðan er að fara að brjóta blað í fótboltaheiminum en í gegnum hana hefur almenningi verið gefinn kostur á að kaupa hlut í fótboltaliði. 3.9.2007 17:33 Bent: Curbishley var ekki ástæðan Darren Bent, sóknarmaður Tottenham, hefur kveðið niður þær kjaftasögur að ástæða þess að hann neitaði tilboði West Ham í sumar hafi verið Alan Curbishley. Charlton tók tilboði frá West Ham í leikmanninn en sjálfur ákvað Bent að fara til Tottenham. 3.9.2007 17:16 Myndaveisla: Svipmyndir frá leikjum helgarinnar Það var nóg um að vera í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir tók saman nokkrar af skemmtilegustu ljósmyndunum frá leikjunum og þú getur skoðað þær með því að smella á myndaalbúmið hér fyrir neðan. 3.9.2007 17:04 Vanmetum ekki Fjölni "Þessi leikur leggst vel í mig eins og allir leikir. Við gerum þá kröfu á sjálfa okkur að klára þennan leik eins og alla leiki sem við förum í og við berum mikla virðingu fyrir liði Fjölnis," sagði Leifur Garðarsson í samtali við Vísi í kvöld, en hans menn í Fylki mæta þá Fjölni í undanúrslitaleik Visa-bikarsins. Sigurvegarinn í kvöld mætir FH í úrslitum. 3.9.2007 16:43 Schuster kannast vel við takta Sneijder Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, var að vonum ánægður með frábæran leik Hollendingsins Wesley Sneijder um helgina þegar Real Madrid burstaði Villarreal 5-0 á útivelli. Sneijder skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og sagði Schuster hann hafa minnt sig á annan glókoll sem lék með Real á árum áður. 3.9.2007 15:45 Dýr skilnaður í vændum hjá Thierry Henry Franski framherjinn Thierry Henry skildi í dag við konu sína til fjögurra ára, fyrirsætuna Claire Merry. Gengið var frá skilnaðinum í réttarsal í Lundúnum í morgun en hvorugt þeirra hjóna var viðstatt. Talið er að skilnaðurinn gæti átt eftir að kosta markaskorara Barcelona vænar fúlgur. 3.9.2007 14:58 Leikmenn keyptir fyrir 65 milljarða Knattspyrnufélögin í ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei verið eins dugleg að kaupa leikmenn og í ár. Nýtt met var sett í sumar og hafa félögin á Englandi þegar eytt yfir 500 milljónum punda til leikmannakaupa eða um 65 milljörðum króna. Gamla metið frá í fyrra var 300 milljónir punda. 3.9.2007 13:34 Lescott kallaður í enska landsliðið Miðvörðurinn öflugi Joleon Lescott hjá Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem mætir Israelum á Wembley í undankeppni EM á laugardaginn. Lescott hefur farið mikinn með Everton í upphafi leiktíðar, en hann tekur stöðu Sol Campbell hjá Portsmouth í landsliðinu eftir að sá síðarnefndi meiddist. 3.9.2007 12:19 Leikmaður 5. umferðar: Xabi Alonso Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er leikmaður fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Alonso tók upp hanskann fyrir Steven Gerrard um helgina þegar Liverpool valtaði yfir nýliða Derby County 6-0 og skoraði tvö mörk í leiknum. 3.9.2007 11:57 Áhorfendametið slegið Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september. 3.9.2007 11:53 Carroll ekki með gegn Íslendingum Markvörðurinn Roy Carroll hjá Glasgow Rangers hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Norður-Íra fyrir leikina gegn Lettum og Íslendingum í undankeppni EM. Carroll tók þessa ákvörðun eftir fund sinn með Nigel Worthington þjálfara Rangers og ætlar þess í stað að einbeita sér að æfingum með félagsliði sínu. Michael McGovern hefur verið kallaður inn í lið Norður-Íra í stað Carroll. 3.9.2007 11:32 Ecclestone ætlar að kaupa QPR Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996. 3.9.2007 10:45 Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu. 3.9.2007 10:40 Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom. 3.9.2007 10:26 Sjá næstu 50 fréttir
Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo. 4.9.2007 13:55
Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. 4.9.2007 13:42
Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey. 4.9.2007 13:22
Stjórnarformaður Derby fær haturspóst Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni. 4.9.2007 12:55
Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar. 4.9.2007 12:14
Loew hissa á ákvörðun Chelsea Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi. 4.9.2007 12:07
Stjörnurnar æfðu ekki með enska landsliðinu Steven Gerrard var einn þeirra stjörnuleikmanna sem gátu ekki mætt á æfingu enska landsliðsins í morgun, en liðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leikinn gegn Ísraelum í undankeppni EM á Wembley á laugardaginn. Alls voru fjórir lykilmenn enska liðsins fjarverandi í morgun. 4.9.2007 11:54
King frá fram í nóvember? Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla. 4.9.2007 11:44
Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi. 4.9.2007 11:38
Ensk knattspyrna er í bráðri hættu Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu. 4.9.2007 11:11
Johansson í landsliðið í stað Ljungberg Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Svía í knattspyrnu, hefur kallað á miðjumanninn Andreas Johansson frá AaB Álaborg í hóp sinn sem mætir Dönum í undankeppni EM á laugardaginn. Johansson kemur inn í liðið í stað Freddie Ljungberg hjá West Ham sem er meiddur á nára. Hóp Svía má sjá hér fyrir neðan. 4.9.2007 11:02
Kærum okkur ekki um neina forgjöf "Það liggur ljóst fyrir í samningnum sem gerður var milli félaganna að lánsmenn FH mega ekki spila gegn félaginu sínu í bikarkeppninni og það er klárt, en það getur vel verið að við tökum aðra ákvörðun þegar nær dregur," sagði Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort FH-ingarnir þrír sem leika sem lánsmenn hjá Fjölni fengju að spila úrslitaleikinn í Visa-bikarnum gegn FH. 4.9.2007 10:22
Savage: Leikmenn Arsenal eru hræsnarar Miðjumaðurinn harðskeytti Robbie Savage hjá Blackburn hefur nú blandað sér í gamalt orðastríð sem hefur verið í gangi milli Blackburn og Arsenal síðan árið 2005. Savage segir leikmenn Arsenal vera hræsnara eftir að þeir gagnrýndu Blackburn fyrir að vera gróft lið. 4.9.2007 09:57
Robben skýtur á Chelsea Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Real Madrid sendi fyrrum félögum sínum í Chelsea smá skot í viðtali við The Sun í dag. Robben segist hafa kosið að fara til spænsku meistaranna af því hann vildi spila skemmtilegri knattspyrnu. 4.9.2007 09:51
N´Zogbia framlengir við Newcastle Franski unglingalandsliðsmaðurinn Charles N´Zogbia hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Samningurinn er til fimm ára og gildir út leiktíðina 2012. N´Zogbia er miðjumaður og átti ekki fast sæti í liði Newcastle undir stjórn Glen Roeder, en hefur staðið sig vel í stöðu bakvarðar eftir að Sam Allardyce tók við liðinu. 4.9.2007 09:39
Hiddink: Englendingar eru hræddir Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, segir að ensku landsliðsmennirnir séu hræddir og taugaveiklaðir og það sé ástæðan fyrir því að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Hiddink þótti koma sterklega til greina sem eftirmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu á sínum tíma, en hann stýrir Rússum í leik gegn Englendingum í næstu viku. 4.9.2007 09:31
Djurgården á toppinn Nokkrir leikir fóru fram í norsku og sænsku knattspyrnunni í gærkvöld. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar í Djurgarden náðu eins stigs forystu á toppi sænsku deildarinnar með góðum 4-1 útisigri á Helsingborg. 4.9.2007 09:02
Fjölnir í úrslitaleikinn Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikarsins eftir að hafa unnið Fylki 2-1 í framlengdum undanúrslitaleik. Sigurmarkið skoraði Atli Viðar Björnsson á 112. mínútu. Leikurinn var bráðfjörugur og úrslitin óvænt. 3.9.2007 22:35
Okocha óvænt á leið til Hull Enska 1. deildarliðið Hull City mun á morgun kynna Jay-Jay Okocha sem nýjan leikmann liðsins. Okocha er 34 ára og er fyrrum nígerískur landsliðsmaður. Hann var fjögur ár hjá Bolton Wanderes þar sem hann fór á kostum og sýndi stórskemmtileg tilþrif. 3.9.2007 23:22
Hetja Fjölnis fær ekki að spila gegn FH Komin er upp ansi sérstök staða nú þegar ljóst er að Fjölnir leikur við FH í úrslitaleik VISA-bikarsins. Þrír leikmenn Fjölnis sem leikið hafa stórt hlutverk með liðinu í sumar eru samningsbundnir FH en í láni hjá Fjölni og fái ekki að leika í úrslitaleiknum. 3.9.2007 22:40
Atli Viðar búinn að koma Fjölni yfir Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur skorað fyrir Fjölni á 112. mínútu. Grafarvogsliðið hefur því tekið forystuna gegn Fylki í þessum undanúrslitaleik VISA-bikarsins en staðan er 2-1 þegar framlengingin er að klárast. 3.9.2007 22:24
Öruggur sigur Sevilla Spænska liðið Sevilla er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á AEK Aþenu í kvöld. Sevilla réði lögum og lofum í leiknum eins og úrslitin bera með sér en þetta var síðari leikur þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sevilla vann samtals úr báðum leikjum 6-1. 3.9.2007 22:04
Framlengt í Laugardal Líkt og í viðureigninni í gær þá verður framlengt í leik Fylkis og Fjölnis. Staðan að loknum venjulegum leiktíma er 1-1. Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már Guðmundsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu. 3.9.2007 21:50
Gunnar Már hefur jafnað Staðan er orðin jöfn 1-1 í leik Fylkis og Fjölnis á Laugardalsvelli. Þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum náði Gunnar Már Guðmundsson að jafna fyrir Fjölni með marki úr vítaspyrnu. 3.9.2007 21:17
Albert kom Fylki yfir Hálfleikur er í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla. Staðan er 1-0 fyrir Fylkismönnum en markið skoraði Albert Brynjar Ingason nokkrum mínútum fyrir hlé. Albert hefur átt góðan leik og verið ógnandi í fremstu víglínu. 3.9.2007 20:49
Öruggir sigrar Breiðabliks og KR Tveir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR komst í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna 4-0 og Breiðablik styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að vinna Keflavík 4-1. 3.9.2007 20:31
Jaaskeilainen til Arsenal? Talið er að Arsenal hyggist kaupa finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskeilainen þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. Jaaskeilainen hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Bolton. 3.9.2007 20:04
Enn talsvert í Ballack Þýski miðjumaðurinn Michael Ballack er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þessi 31. árs leikmaður er enn að jafna sig eftir aðgerð og er reiknað með því að hann snúi ekki aftur fyrr en í október. 3.9.2007 19:41
Nær Fjölnir að brjóta blað? Í kvöld mun það ráðast hvort Fylkismenn eða Fjölnismenn verða mótherjar FH-inga í úrslitaleik VISA-bikars karla. FH komst í úrslitaleikinn með því að leggja Breiðablik að velli í gær en hinn undanúrslitaleikurinn verður í kvöld á Laugardalsvelli og hefst hann klukkan 20:00. 3.9.2007 18:59
Adriano á ekki sjö dagana sæla Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano er úti í kuldanum hjá Ítalíumeisturum Inter. Þessi stóri og stæðilegi leikmaður var ekki valinn í leikmannahóp Inter fyrir Meistaradeild Evrópu og mun að öllum líkindum skipta um lið í janúar. 3.9.2007 18:24
Jafnt hjá Milan og Fiorentina AC Milan og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli í ítölsku Serie-A deildinni í dag. Brasilímaðurinn Kaka kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Adrian Mutu jafnaði metin í seinni hálfleik og þar við sat. 3.9.2007 18:08
Halifax bjargað af vefsíðu? Fótboltafélagið Halifax Town er á barmi þess að verða gjaldþrota. Svo gæti þó farið að félaginu verði bjargað af vefsíðunni myfootballclub.co.uk. Vefsíðan er að fara að brjóta blað í fótboltaheiminum en í gegnum hana hefur almenningi verið gefinn kostur á að kaupa hlut í fótboltaliði. 3.9.2007 17:33
Bent: Curbishley var ekki ástæðan Darren Bent, sóknarmaður Tottenham, hefur kveðið niður þær kjaftasögur að ástæða þess að hann neitaði tilboði West Ham í sumar hafi verið Alan Curbishley. Charlton tók tilboði frá West Ham í leikmanninn en sjálfur ákvað Bent að fara til Tottenham. 3.9.2007 17:16
Myndaveisla: Svipmyndir frá leikjum helgarinnar Það var nóg um að vera í leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Vísir tók saman nokkrar af skemmtilegustu ljósmyndunum frá leikjunum og þú getur skoðað þær með því að smella á myndaalbúmið hér fyrir neðan. 3.9.2007 17:04
Vanmetum ekki Fjölni "Þessi leikur leggst vel í mig eins og allir leikir. Við gerum þá kröfu á sjálfa okkur að klára þennan leik eins og alla leiki sem við förum í og við berum mikla virðingu fyrir liði Fjölnis," sagði Leifur Garðarsson í samtali við Vísi í kvöld, en hans menn í Fylki mæta þá Fjölni í undanúrslitaleik Visa-bikarsins. Sigurvegarinn í kvöld mætir FH í úrslitum. 3.9.2007 16:43
Schuster kannast vel við takta Sneijder Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, var að vonum ánægður með frábæran leik Hollendingsins Wesley Sneijder um helgina þegar Real Madrid burstaði Villarreal 5-0 á útivelli. Sneijder skoraði tvö mörk og lagði upp eitt og sagði Schuster hann hafa minnt sig á annan glókoll sem lék með Real á árum áður. 3.9.2007 15:45
Dýr skilnaður í vændum hjá Thierry Henry Franski framherjinn Thierry Henry skildi í dag við konu sína til fjögurra ára, fyrirsætuna Claire Merry. Gengið var frá skilnaðinum í réttarsal í Lundúnum í morgun en hvorugt þeirra hjóna var viðstatt. Talið er að skilnaðurinn gæti átt eftir að kosta markaskorara Barcelona vænar fúlgur. 3.9.2007 14:58
Leikmenn keyptir fyrir 65 milljarða Knattspyrnufélögin í ensku úrvalsdeildinni hafa aldrei verið eins dugleg að kaupa leikmenn og í ár. Nýtt met var sett í sumar og hafa félögin á Englandi þegar eytt yfir 500 milljónum punda til leikmannakaupa eða um 65 milljörðum króna. Gamla metið frá í fyrra var 300 milljónir punda. 3.9.2007 13:34
Lescott kallaður í enska landsliðið Miðvörðurinn öflugi Joleon Lescott hjá Everton hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn sem mætir Israelum á Wembley í undankeppni EM á laugardaginn. Lescott hefur farið mikinn með Everton í upphafi leiktíðar, en hann tekur stöðu Sol Campbell hjá Portsmouth í landsliðinu eftir að sá síðarnefndi meiddist. 3.9.2007 12:19
Leikmaður 5. umferðar: Xabi Alonso Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso er leikmaður fimmtu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Alonso tók upp hanskann fyrir Steven Gerrard um helgina þegar Liverpool valtaði yfir nýliða Derby County 6-0 og skoraði tvö mörk í leiknum. 3.9.2007 11:57
Áhorfendametið slegið Áhorfendametið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu féll í gær þegar 1018 áhorfendur sáu Valsmenn vinna öruggan 5-1 sigur á Víkingi. Alls hafa 98.412 manns mætt á leikina í Landsbankadeildinni í sumar, en eldra metið var 98.026 manns og var það sett í fyrra. Því er nokkuð ljóst að farið verður yfir 100.000 manna múrinn í næstu umferð deildarinnar sem hefst þann 16. september. 3.9.2007 11:53
Carroll ekki með gegn Íslendingum Markvörðurinn Roy Carroll hjá Glasgow Rangers hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Norður-Íra fyrir leikina gegn Lettum og Íslendingum í undankeppni EM. Carroll tók þessa ákvörðun eftir fund sinn með Nigel Worthington þjálfara Rangers og ætlar þess í stað að einbeita sér að æfingum með félagsliði sínu. Michael McGovern hefur verið kallaður inn í lið Norður-Íra í stað Carroll. 3.9.2007 11:32
Ecclestone ætlar að kaupa QPR Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996. 3.9.2007 10:45
Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu. 3.9.2007 10:40
Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom. 3.9.2007 10:26