Enski boltinn

Önnur handtökuskipun gefin út á Shinawatra

NordicPhotos/GettyImages

Thaksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands og eigandi Manchester City, hefur nú fengið gefna út aðra handtökuskipunina á sig á stuttum tíma í heimalandi sínu.

Lögreglurannsókn stendur nú yfir í Tælandi þar sem verið er að rannsaka alvarlegar ásakanir á hendur Shinavatra um meinta spillingu síðan hann gegndi ráðherraembætti í landinu. Hann á því ekki von á góðu ef hann snýr aftur til heimalandsins, en hann hefur sjálfur sagt að þangað snúi hann ekki fyrr en ný og lýðræðisleg stjórn kemst á í landinu á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×