Fótbolti

Carroll ekki með gegn Íslendingum

Roy Carroll lék áður með Manchester United og West Ham
Roy Carroll lék áður með Manchester United og West Ham NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Roy Carroll hjá Glasgow Rangers hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Norður-Íra fyrir leikina gegn Lettum og Íslendingum í undankeppni EM. Carroll tók þessa ákvörðun eftir fund sinn með Nigel Worthington þjálfara Rangers og ætlar þess í stað að einbeita sér að æfingum með félagsliði sínu. Michael McGovern hefur verið kallaður inn í lið Norður-Íra í stað Carroll.

Carroll hefur ekki átt fast sæti í landsliðinu og var til að mynda varamaður þegar Íslendingar unnu frækinn 3-0 útisigur á Norður-Írum í fyrsta leik sínum í undankeppninni á síðasta ári. Þá var það Maik Taylor sem stóð milli stanganna hjá Norður-Írum og þurfti hann þrisvar að sækja knöttinn í netið í fyrri hálfleiknum eins og frægt er orðið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×