Fótbolti

Le Guen hættur hjá Rangers

NordicPhotos/GettyImages

Paul Le Guen hefur látið af störfum sem þjálfari Rangers í Skotlandi, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við, en enginn þjálfari hefur verið jafn stutt í starfi í sögu félagsins.

Le Guen náði á sínum tíma frábærum árangri með lið Lyon í Frakklandi, en mikil ólga greip um sig í herbúðum Rangers eftir að hann ákvað að taka fyrirliðabandið af Barry Fergson á dögunum. Ian Durrant, þjálfari varaliðs Rangers, tekur við stjórn liðsins þar til eftirmaður Le Guen finnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×