Fleiri fréttir Upson vill ekki vera hjá Birmingham Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið. 1.1.2007 18:30 Essien varar Man. Utd. við Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu. 1.1.2007 18:00 West Ham tapaði 6-0 Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0. 1.1.2007 16:52 West Ham niðurlægt Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading. 1.1.2007 15:46 Ívar er fyrirliði Reading Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford. 1.1.2007 15:00 Bolton átti ekki möguleika í Liverpool Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig. 1.1.2007 14:38 Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin. 1.1.2007 14:08 Giggs vill verða stjóri í framtíðinni Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra. 1.1.2007 11:00 Zidane vinsælastur í Frakklandi Fyrrum fyrirliði franska landsliðsins, Zinedine Zidane, er ennþá sá einstaklingur sem er mest dýrkaður af frönsku þjóðinni þrátt fyrir uppákomuna í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane lét reka sig af velli fyrir að skalla Ítalann Marco Materazzi. Þetta eru niðurstöður víðtækrar könnunar sem gerð var í Frakklandi af tilefni áramótanna. 31.12.2006 21:15 Markmið AC Milan er Meistaradeildin Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. 31.12.2006 20:15 Van Persie getur orðið sá besti Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal. 31.12.2006 16:30 Rossi fer ekki aftur til Newcastle Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja. 31.12.2006 14:30 Kemur mér ekki á óvart Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech. 31.12.2006 14:00 Benitez ánægður með sína menn Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum. 31.12.2006 13:00 Ferguson hrósar Reading Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Reading í hástert eftir viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Ferguson sagði leikmenn liðsins hafa verið einstaklega baráttuglaða og að þeir hefðu gert heimamönnum afar erfitt fyrir. 31.12.2006 12:00 Tímabilið búið hjá Joe Cole Nánast engar líkur eru á að enski landsliðsmaðurinn Joe Cole komi við sögu hjá Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri liðsins, eftir jafnteflið gegn Fulham í gær. 31.12.2006 11:00 Sheffield Utd. vann með útileikmann í markinu Þrátt fyrir að útileikmaðurinn Phil Jagielka hafi verið í markinu síðasta hálftímann hjá Sheffield United í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag náðu nýliðirnar að innbyrða öll þrjú stigin með 1-0 sigri. Leikmenn Arsenal fundu enga leið framhjá Jagielka í markinu. 30.12.2006 21:36 Þjálfari Valencia vill ekki missa Ayala Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu. 30.12.2006 21:30 Belletti ekki á leið til Milan Forráðamenn Barcelona hafa gefið út tilkynningu þar sem þeim sögusögnum sem segja bakvörðinn Juliano Belletti á leið til AC Milan í Janúasr er vísað til föðurhúsanna. Bróðir og umboðsmaður leikmannsins hafa sömu sögu að segja, svo að ljóst er að AC Milan þurfa að leita sér að liðsstyrk annarsstaðar. 30.12.2006 20:30 Volz tryggði Fulham 15.000 pund Moritz Volz leikmaður Fulham, tryggði félaginu sínu 15 þúsund pund í dag með því að skora 15 þúsundasta mark ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi gegn Chelsea. Fyrir umferðina í Englandi dag höfðu 14,993 mörk verið skoruð frá upphafi og hafði Barclays, aðalstyrktaraðili deildarinnar, lofað upphæðinni til þess félags sem næði áfanganum í dag. 30.12.2006 19:45 Pardew ánægður með sigurinn Alan Pardew, knattspyrnustjóri Charlton, segir að frammistaða sinna manna gegn Aston Villa í dag sýni og sanni að liðið eigi heima í ensku úrvalsdeildinni. Charlton sigraði 2-1 í leiknum, þar sem Hermann Hreiðarsson lagði upp sigurmarkið á 91. mínútu. 30.12.2006 19:15 Mascherano og Sissoko að skipta um lið? Orðrómurinn um hugsanlega brottför Javier Mascherano til Liverpool í janúar heldur áfram og nú hefur miðjumanninum Mohamed Sissoko verið blandað í umræðuna. Sagan segir að Juventus sé reiðubúið að gefa eftir Mascherano til Liverpool, með því skilyrði að ítalska félagið fái forkaupsrétt á Sissoko í sumar. 30.12.2006 17:30 Leik Watford og Wigan hætt vegna rigningar Leik Watford og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag var flautaður af þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vegna úrhellisrigningar sem varð þess valdandi að ekki var hægt að spila fótbolta á vellinum í Watford. 30.12.2006 17:24 Ófarir West Ham halda áfram Íslendingaliðið West Ham er áfram í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tap á heimavelli gegn Manchester City í dag. Það var Damarcus Beasley sem skoraði eina mark leiksins, sjö mínútum fyrir leikslok. 30.12.2006 17:05 Man. Utd. eykur forskotið í Englandi Manchester United vann 3-2 sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Fulham. Forysta Man. Utd. á toppnum hefur því aukist enn frekar og er nú sex stig. 30.12.2006 17:01 Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. 30.12.2006 16:15 Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist. 30.12.2006 15:30 Ívar og Brynjar Björn í byrjunarliðinu Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir topplið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er hins vegar í leikbanni og spilar því ekki með Fulham gegn Chelsea. 30.12.2006 15:02 Dýrmætur sigur Charlton Bryan Hughes var hetja Charlton gegn Aston Villa í hádegisrimmu enska boltans, en heil umferð fer fram í dag. Hughes skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton. 30.12.2006 14:57 Querioz: Ronaldo verður bestur Carlos Querioz, aðstoðarþjálfari Manchester United, telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Cristiano Ronaldo verði besti leikmaður heims. Querioz telur hann vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag og á öðrum stalli en aðrir. 30.12.2006 14:30 Enskukennarar hjá félögum í Englandi Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa enskukennara í vinnu sem hjálpa erlendum leikmönnum liðanna að ná tökum á tungumálinu í Englandi og hvað mikilvægustu orðin í fótboltanum þýða. Þetta segir Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, í pistli á heimasíðu BBC. 30.12.2006 14:00 Tomasson vill komast burt frá Stuttgart Levante í spænsku úrvalsdeildinni er á höttunum á eftir danska landsliðsmanninum Jon Dahl Tomasson, sem er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá liði sínu Stuttgart og hugar sér því til hreyfings. 29.12.2006 21:45 Ívar segir leikmenn Reading fulla sjálfstraust Ívar Ingimarsson segir leikmenn Reading mæta fullir sjálfstraust á Old Trafford á morgun þar sem nýliðarnir mæta efsta liðið deildarinnar. Ívar segir að jafnteflið sem liðið náði gegn Chelsea fyrir nokkrum dögum sýni að það hefur burði til að stríða Man. Utd. 29.12.2006 20:45 Ekki langt í endurkomu Henry Að sögn Arsene Wenger, stjóra Arsenal, er ekki langt til að fyrirliði liðsins, framherjinn Thierry Henry, geti spilað að nýju. Henry hefur misst af síðustu sjö leikjum vegna álagsmeiðsla og er stefnt á að hann taki þátt í bikarleiknum gegn Liverpool þann 6. janúar næstkomandi. 29.12.2006 18:30 Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. 29.12.2006 17:50 Lehmann: Ég á nóg eftir Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal vill meina að hann eigi nóg eftir í boltanum og hann sé ekki einu sinni byrjaður að velta því fyrir sér að leggja hanskana á hilluna. Lehmann verður 38 ára gamall á næsta ári. 29.12.2006 15:00 Milan staðfestir áhuga á Cassano AC Milan á Ítalíu hefur boðist til þess að fá ítalska sóknarmanninn Antonio Cassano að láni frá Real Madrid fram á vor, með hugsanleg kaup í huga eftir tímabilið. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru forráðamenn Real jákvæðir fyrir slíkum samningi. 29.12.2006 13:30 Hughes hæstaánægður með Tugay Tyrkneski miðjumaðurinn Tugay hjá Blackburn er í miklum metum hjá stjóra sínum Mark Hughes, ef eitthvað er að marka ummæli framherjans fyrrverandi í dag. Hughes segir Tugay nægilega góðan til að vera hjá Barcelona. 28.12.2006 21:45 Terry fór í aðgerð John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, gekk síðdegis í dag undir aðgerð á baki. Samkvæmt tilkynningu frá Chelsea segir að aðgerðin hafi gengið að óskum. 28.12.2006 20:16 Lescott einbeitir sér að Everton Joleon Lescott, varnarmaður Everton, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við enska landsliðið eftir frábæra frammistöðu með liði sínu í vetur. Lescott kom til Everton frá Wolves í sumar og hefur slegið í gegn á Goodison Park. 28.12.2006 19:45 Mascherano til Liverpool? Rafael Benitez er sagður sjá leik á borði í málum Javier Mascherano hjá West Ham og er jafnvel talið að spænski stjórinn hjá Liverpool muni bjóða í Argentínumanninn þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar. 28.12.2006 19:00 Totti vill hvergi annarstaðar vera Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun. 28.12.2006 18:15 Platini vill breytingar í Meistaradeildinni Michael Platini, fyrrum landsliðsfyrirliði Frakka og núverandi stjórnarmaður UEFA, hefur gefið í skyn að hann muni breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeild Evrópu fari svo að hann vinni forsetakosningar UEFA í næsta mánuði. Þar etur Platini kappi gegn Lennart Johansson, núverandi formanni. 28.12.2006 17:30 Myndi láta Drogba í vörnina ef ég gæti Didier Drogba yrði settur í öftustu varnarlínu Chelsea ef það væru til fleiri heilir sóknarmenn hjá liðinu, að sögn stjórans Jose Mourinho. Drogba lék framan af sínum ferli sem bakvörður og hefur líkamlega burði til að vera miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann fær hins vegar ekki tækifæri til þess. 28.12.2006 16:30 Chelsea hefur ekki spurt um Richards Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að Chelsea hafi ekki verið í neinu sambandi við sig varðandi varnarmanninn unga Micah Richards. Hinn ungi enski landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli í vetur og Chelsea er sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn. 28.12.2006 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Upson vill ekki vera hjá Birmingham Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið. 1.1.2007 18:30
Essien varar Man. Utd. við Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu. 1.1.2007 18:00
West Ham tapaði 6-0 Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0. 1.1.2007 16:52
West Ham niðurlægt Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading. 1.1.2007 15:46
Ívar er fyrirliði Reading Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford. 1.1.2007 15:00
Bolton átti ekki möguleika í Liverpool Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig. 1.1.2007 14:38
Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin. 1.1.2007 14:08
Giggs vill verða stjóri í framtíðinni Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra. 1.1.2007 11:00
Zidane vinsælastur í Frakklandi Fyrrum fyrirliði franska landsliðsins, Zinedine Zidane, er ennþá sá einstaklingur sem er mest dýrkaður af frönsku þjóðinni þrátt fyrir uppákomuna í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane lét reka sig af velli fyrir að skalla Ítalann Marco Materazzi. Þetta eru niðurstöður víðtækrar könnunar sem gerð var í Frakklandi af tilefni áramótanna. 31.12.2006 21:15
Markmið AC Milan er Meistaradeildin Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. 31.12.2006 20:15
Van Persie getur orðið sá besti Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal. 31.12.2006 16:30
Rossi fer ekki aftur til Newcastle Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja. 31.12.2006 14:30
Kemur mér ekki á óvart Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech. 31.12.2006 14:00
Benitez ánægður með sína menn Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum. 31.12.2006 13:00
Ferguson hrósar Reading Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Reading í hástert eftir viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Ferguson sagði leikmenn liðsins hafa verið einstaklega baráttuglaða og að þeir hefðu gert heimamönnum afar erfitt fyrir. 31.12.2006 12:00
Tímabilið búið hjá Joe Cole Nánast engar líkur eru á að enski landsliðsmaðurinn Joe Cole komi við sögu hjá Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri liðsins, eftir jafnteflið gegn Fulham í gær. 31.12.2006 11:00
Sheffield Utd. vann með útileikmann í markinu Þrátt fyrir að útileikmaðurinn Phil Jagielka hafi verið í markinu síðasta hálftímann hjá Sheffield United í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag náðu nýliðirnar að innbyrða öll þrjú stigin með 1-0 sigri. Leikmenn Arsenal fundu enga leið framhjá Jagielka í markinu. 30.12.2006 21:36
Þjálfari Valencia vill ekki missa Ayala Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu. 30.12.2006 21:30
Belletti ekki á leið til Milan Forráðamenn Barcelona hafa gefið út tilkynningu þar sem þeim sögusögnum sem segja bakvörðinn Juliano Belletti á leið til AC Milan í Janúasr er vísað til föðurhúsanna. Bróðir og umboðsmaður leikmannsins hafa sömu sögu að segja, svo að ljóst er að AC Milan þurfa að leita sér að liðsstyrk annarsstaðar. 30.12.2006 20:30
Volz tryggði Fulham 15.000 pund Moritz Volz leikmaður Fulham, tryggði félaginu sínu 15 þúsund pund í dag með því að skora 15 þúsundasta mark ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi gegn Chelsea. Fyrir umferðina í Englandi dag höfðu 14,993 mörk verið skoruð frá upphafi og hafði Barclays, aðalstyrktaraðili deildarinnar, lofað upphæðinni til þess félags sem næði áfanganum í dag. 30.12.2006 19:45
Pardew ánægður með sigurinn Alan Pardew, knattspyrnustjóri Charlton, segir að frammistaða sinna manna gegn Aston Villa í dag sýni og sanni að liðið eigi heima í ensku úrvalsdeildinni. Charlton sigraði 2-1 í leiknum, þar sem Hermann Hreiðarsson lagði upp sigurmarkið á 91. mínútu. 30.12.2006 19:15
Mascherano og Sissoko að skipta um lið? Orðrómurinn um hugsanlega brottför Javier Mascherano til Liverpool í janúar heldur áfram og nú hefur miðjumanninum Mohamed Sissoko verið blandað í umræðuna. Sagan segir að Juventus sé reiðubúið að gefa eftir Mascherano til Liverpool, með því skilyrði að ítalska félagið fái forkaupsrétt á Sissoko í sumar. 30.12.2006 17:30
Leik Watford og Wigan hætt vegna rigningar Leik Watford og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag var flautaður af þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vegna úrhellisrigningar sem varð þess valdandi að ekki var hægt að spila fótbolta á vellinum í Watford. 30.12.2006 17:24
Ófarir West Ham halda áfram Íslendingaliðið West Ham er áfram í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tap á heimavelli gegn Manchester City í dag. Það var Damarcus Beasley sem skoraði eina mark leiksins, sjö mínútum fyrir leikslok. 30.12.2006 17:05
Man. Utd. eykur forskotið í Englandi Manchester United vann 3-2 sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Fulham. Forysta Man. Utd. á toppnum hefur því aukist enn frekar og er nú sex stig. 30.12.2006 17:01
Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. 30.12.2006 16:15
Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist. 30.12.2006 15:30
Ívar og Brynjar Björn í byrjunarliðinu Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem sækir topplið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heiðar Helguson er hins vegar í leikbanni og spilar því ekki með Fulham gegn Chelsea. 30.12.2006 15:02
Dýrmætur sigur Charlton Bryan Hughes var hetja Charlton gegn Aston Villa í hádegisrimmu enska boltans, en heil umferð fer fram í dag. Hughes skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton. 30.12.2006 14:57
Querioz: Ronaldo verður bestur Carlos Querioz, aðstoðarþjálfari Manchester United, telur að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Cristiano Ronaldo verði besti leikmaður heims. Querioz telur hann vera besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag og á öðrum stalli en aðrir. 30.12.2006 14:30
Enskukennarar hjá félögum í Englandi Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa enskukennara í vinnu sem hjálpa erlendum leikmönnum liðanna að ná tökum á tungumálinu í Englandi og hvað mikilvægustu orðin í fótboltanum þýða. Þetta segir Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, í pistli á heimasíðu BBC. 30.12.2006 14:00
Tomasson vill komast burt frá Stuttgart Levante í spænsku úrvalsdeildinni er á höttunum á eftir danska landsliðsmanninum Jon Dahl Tomasson, sem er ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá liði sínu Stuttgart og hugar sér því til hreyfings. 29.12.2006 21:45
Ívar segir leikmenn Reading fulla sjálfstraust Ívar Ingimarsson segir leikmenn Reading mæta fullir sjálfstraust á Old Trafford á morgun þar sem nýliðarnir mæta efsta liðið deildarinnar. Ívar segir að jafnteflið sem liðið náði gegn Chelsea fyrir nokkrum dögum sýni að það hefur burði til að stríða Man. Utd. 29.12.2006 20:45
Ekki langt í endurkomu Henry Að sögn Arsene Wenger, stjóra Arsenal, er ekki langt til að fyrirliði liðsins, framherjinn Thierry Henry, geti spilað að nýju. Henry hefur misst af síðustu sjö leikjum vegna álagsmeiðsla og er stefnt á að hann taki þátt í bikarleiknum gegn Liverpool þann 6. janúar næstkomandi. 29.12.2006 18:30
Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. 29.12.2006 17:50
Lehmann: Ég á nóg eftir Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal vill meina að hann eigi nóg eftir í boltanum og hann sé ekki einu sinni byrjaður að velta því fyrir sér að leggja hanskana á hilluna. Lehmann verður 38 ára gamall á næsta ári. 29.12.2006 15:00
Milan staðfestir áhuga á Cassano AC Milan á Ítalíu hefur boðist til þess að fá ítalska sóknarmanninn Antonio Cassano að láni frá Real Madrid fram á vor, með hugsanleg kaup í huga eftir tímabilið. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru forráðamenn Real jákvæðir fyrir slíkum samningi. 29.12.2006 13:30
Hughes hæstaánægður með Tugay Tyrkneski miðjumaðurinn Tugay hjá Blackburn er í miklum metum hjá stjóra sínum Mark Hughes, ef eitthvað er að marka ummæli framherjans fyrrverandi í dag. Hughes segir Tugay nægilega góðan til að vera hjá Barcelona. 28.12.2006 21:45
Terry fór í aðgerð John Terry, fyrirliði Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, gekk síðdegis í dag undir aðgerð á baki. Samkvæmt tilkynningu frá Chelsea segir að aðgerðin hafi gengið að óskum. 28.12.2006 20:16
Lescott einbeitir sér að Everton Joleon Lescott, varnarmaður Everton, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við enska landsliðið eftir frábæra frammistöðu með liði sínu í vetur. Lescott kom til Everton frá Wolves í sumar og hefur slegið í gegn á Goodison Park. 28.12.2006 19:45
Mascherano til Liverpool? Rafael Benitez er sagður sjá leik á borði í málum Javier Mascherano hjá West Ham og er jafnvel talið að spænski stjórinn hjá Liverpool muni bjóða í Argentínumanninn þegar leikmannaglugginn opnast að nýju í janúar. 28.12.2006 19:00
Totti vill hvergi annarstaðar vera Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, er svo ánægður í herbúðum félagsins að hann vill helst enda ferilinn hjá því. Þetta sagði Totti í samtali við ítalska fjölmiðla í morgun. 28.12.2006 18:15
Platini vill breytingar í Meistaradeildinni Michael Platini, fyrrum landsliðsfyrirliði Frakka og núverandi stjórnarmaður UEFA, hefur gefið í skyn að hann muni breyta fyrirkomulaginu í Meistaradeild Evrópu fari svo að hann vinni forsetakosningar UEFA í næsta mánuði. Þar etur Platini kappi gegn Lennart Johansson, núverandi formanni. 28.12.2006 17:30
Myndi láta Drogba í vörnina ef ég gæti Didier Drogba yrði settur í öftustu varnarlínu Chelsea ef það væru til fleiri heilir sóknarmenn hjá liðinu, að sögn stjórans Jose Mourinho. Drogba lék framan af sínum ferli sem bakvörður og hefur líkamlega burði til að vera miðvörður í ensku úrvalsdeildinni. Hann fær hins vegar ekki tækifæri til þess. 28.12.2006 16:30
Chelsea hefur ekki spurt um Richards Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segir að Chelsea hafi ekki verið í neinu sambandi við sig varðandi varnarmanninn unga Micah Richards. Hinn ungi enski landsliðsmaður hefur vakið mikla athygli í vetur og Chelsea er sagt vera að undirbúa risatilboð í leikmanninn. 28.12.2006 15:00