Fleiri fréttir

Wenger: Út í hött að tala um titilinn núna

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er að gera frábæra hluti með liðið en Arsenal er með tveggja stiga forskot á Liverpool og Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar.

Ögmundur skall illa á stönginni

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram í knattspyrnu, varð fyrir meiðslum á fyrstu æfingu sinni með Sandnes Ulf í Noregi í dag þar sem hann er á reynslu.

Sölvi fékk loksins tækifæri

Sölvi Geir Ottesen var í fyrsta skipti í byrjunarliði FC Ural er liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hulda Ósk afgreiddi Rúmeníu

Hulda Ósk Jónsdóttir var hetja íslenska 17 ára landsliðsins í fótbolta í Rúmeníu í dag þegar hún skoraði bæði mörk í 2-1 sigri á heimastúlkum. Þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM.

Aron Einar: Gæti ekki haft aðdáendur KA að hvetja mig áfram

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni og fyrirliði íslenska landsliðsins hefur sterkar skoðanir á því hvort Akureyrarfélögin Þór og KA spili undir sama merki í fótbolta eða ekki. Akureyri teflir fram sameiginlegu liði í handboltanum og það er alltaf umræða í gangi fyrir norðan hvort það eigi einnig að vera svoleiðis í fótboltanum.

Metyfirburðir hjá Keflvíkingum

Keflvíkingar tryggðu sér Lengjubikarinn í körfubolta karla um helgina með tveimur sannfærandi sigrum á Snæfelli og KR. Þeir settu jafnframt nýtt með því að vinna undanúrslita- og úrslitaleik keppninnar með samtals 57 stigum.

Kolbeinn í liði vikunnar

Framherjinn Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, er í liði helgarinnar að mati Telegraff.

KSÍ afhendir verðlaunin á fimmtudaginn

Knattspyrnusamband Íslands mun gera upp knattspyrnutímabilið á fimmtudagskvöldið kemur en afhending verðlauna fyrir keppnistímabilið 2013 fer þá fram í höfuðstöðvum KSÍ. Keppni í Pepsi-deild karla lauk um síðustu helgi en stelpurnar höfðu lokið keppni 15. september síðastliðinn.

Ágúst fyrstur til að gera tvö félög að meisturum

Ágúst Björgvinsson, gerði Valskonur að Lengjubikarmeisturum í körfubolta í gær og vann um leið sinn þriðja Fyrritækjabikar sem þjálfari. Hann er fyrsti þjálfarinn sem vinnur Fyrirtækjabikar kvenna með tveimur félögum.

Wenger: Illa farið með Benitez hjá Chelsea

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, býr liðið sitt nú undir leik á móti ítalska liðinu Napoli í Meistaradeildinni en þar mætir hann aftur spænska knattspyrnustjóranum Rafael Benitez. Arsenal og Napoli mætast á Emirates Stadium á morgun.

Magnað ævintýri hjá KV | Myndband

KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar mun leika í 1. deild á næsta ári en liðið komst upp í deildina eftir 1-1 jafntefli við Gróttu í lokaumferðinni.

Lukaku með tvö mörk í sigri Everton

Romelu Lukaku, lánsmaður frá Chelsea, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Everton vann 3-2 heimasigur á Newcastle á Goodison Park í lokaleik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Everton var 3-0 yfir í hálfleik en gestirnir frá Newcastle settu spennu í leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

KR Norðurlandameistari í titlum

Vesturbæjarstórveldið tók á móti sínum 26. Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu í meistaraflokki karla á laugardaginn eftir 2-1 sigur á Fram.

„Ég er enn pínu sár“

KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson mun seint gleyma tímabilinu sem lauk um helgina. Þá varð hann Íslandsmeistari og vann einnig persónulega sigra. Þjónustu hans var ekki óskað fyrir tímabilið. Hann neitaði að fara, tók sig saman í andlitinu og var í

Atli fékk fréttir af bekknum

Það var hart barist um gullskóinn sem markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla fær. Þrír leikmenn enduðu með 13 mörk í deildinni: FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson, KR-ingurinn Gary Martin og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Atli Viðar lék fæsta leiki af þremenningunum og fær því gullskóinn.

Skórnir úr flensuleiknum 1997 til sölu

Einn af frægustu körfuboltaleikjum allra tíma er leikur 5 í NBA úrslitunum 1997 þegar Michael Jordan spilaði þrátt fyrir að vera fárveikur og skoraði 38 stig í leiknum.

Spoelstra framlengir við Miami

Erik Spoelstra hefur verið hjá Miami Heat í næstum tvo áratugi og hann er ekkert á förum á næstunni. Spoelstra hefur skrifað undir nýjan samning við félagið um að þjálfa lið þess næstu árin.

Rodgers ánægður með sigurinn

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool var ánægður með lærisveina sína eftir 3-1 sigur gegn Sunderland í dag. Luis Suarez var að spila fyrsta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni frá því í apríl.

Emil byrjaði í sigurleik

Emil Hallfreðsson spilaði 54 mínútur í 2-1 sigri Verona gegn Livorno. Emil byrjaði inn á miðri miðjunni og nældi sér í gult spjald áður en honum var skipt útaf.

Slæmur dagur fyrir Íslendinga í Svíþjóð

Halmstad og Göteborg töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad og Hjálmar Jónsson í liði Göteborg en Kristinn Steindórsson og Hjörtur Logi Valgarðsson sátu á bekknum alla leikina.

Sjá næstu 50 fréttir