Handbolti

Kiel og Kielce sigruðu á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðjón Valur
Guðjón Valur Mynd/Nordicphotos
Þýsku meistararnir THW Kiel unnu 29-26 sigur á Kolding á heimavelli í B-riðli Meistaradeildarinnar í handbolta í dag.

Kolding leiddi í hálfleik 14-12 en heimamenn náðu að snúa blaðinu við í seinni hálfleik og unnu að lokum þriggja marka sigur. Filip Jicha fór á kostum í liði Kiel og skoraði  11 mörk í leiknum.

Guðjón Valur náði ekki að komast á blað í leiknum en hann spilaði lítið í dag. Aron Pálmarsson er enn meiddur og kom ekkert við í leiknum.

Þá sigraði Kielce portúgalska liðið Porto Vitalis á heimavelli 35-23. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en góður kafli heimamanna í seinni hálfleik gerði út um leikinn. Þórir Ólafsson spilaði með Kielce í leiknum og skoraði tvö mörk.

Kiel og Kielce eru jöfn á toppi B-riðils eftir tvær umferðir með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×