Handbolti

Jafnt í stórleik Flensburg og Füchse Berlin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Björgvin Páll
Björgvin Páll Mynd/Nordicphotos
Flensburg og Füchse Berlin skildu jöfn í stórleik dagsins í þýska handboltanum. Þá lauk leik Minden og Bergischer einnig með jafntefli.

Jafnræði var með liðunum í Flensburg allt frá fyrstu mínútu, liðin skiptust á forskotinu allan leikinn. Flensburg náði mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik en góður kafli gestanna saxaði smátt og smátt upp forskotið. Gestirnir fengu seinustu sókn leiksins og gátu stolið sigrinum en náðu ekki skoti og lauk leiknum því með jafntefli. Ólafur Gústafsson kom ekkert við sögu í liði Flensburg í leiknum.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Bergischer náðu í stig gegn GWD Minden á útivelli. Vignir Svavarson var í liði Minden en náði ekki að skora gegn félaga sínum úr landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×