Handbolti

Rhein-Neckar Löwen tapaði í Ungverjalandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk fyrir Löwen í dag.
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk fyrir Löwen í dag. vísir/bongarts
Vezprém vann nauman eins marka sigur á Rhein-Neckar Löwen í A-riðli Meistaradeildarinnar í dag. Eftir sigurinn er Veszprém í toppsæti A-riðils.

Veszprém leiddi 17-14 í hálfleik en gestirnir gáfust ekki upp og var háspenna allt fram á lokasekúndur leiksins. Veszprém hélt þó út leikinn og unnu að lokum tæpan sigur. Momir Ilic átti góðan leik í liði Veszprém með átta mörk en í liði Rhein-Neckar Löwen var Uwe Gensheimer atkvæðamestur með 6 mörk.

Stefán Rafn Sigurmannsson setti þrjú mörk í leiknum en Rúnar Kárason og Alexander Petersson komust ekki á blað fyrir Rhein-Neckar Löwen.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×