Fleiri fréttir

Óvíst er hvenær Kobe snýr aftur á völlinn

Kobe Bryant var viðstaddur í æfingarstöð Los Angeles Lakers í gær þegar fyrstu æfing liðsins fyrir komandi tímabil fór fram. Kobe sleit hásin seint á síðasta tímabili og hefur mikið verið rætt um vilja hans til að snúa aftur sem fyrst. Þratt fyrir að endurhæfingin gangi vel byrjar hann ekki að æfa strax með liðinu.

Suarez sneri aftur með látum í sigri Liverpool

Það var ekki að sjá að Luis Suarez væri eitthvað ryðgaður eftir að hafa tekið út 10 leikja bann í 3-1 sigri Liverpool á Sunderland á Stadium of Light. Suarez skoraði tvö mörk í leiknum eftir góðar sendingar frá Daniel Sturridge.

Costa tryggði Atletico frækinn sigur

Atletico Madrid gerði sér lítið fyrir í kvöld og vann frábæran 0-1 útisigur á Real Madrid. Það var Brasilíumaðurinn Diego Costa sem skoraði eina mark leiksins. Það kom eftir rúmlega tíu mínútna leik.

Bulls mun fara sparlega með Rose

Það eru um sautján mánuðir síðan Derrick Rose lék síðast fyrir Chicago Bulls í NBA-deildinni og biðin er orðin ansi erfið fyrir stuðningsmenn félagsins.

Pepsimörkin: Helstu tilþrif meistaranna

KR-ingar fengu Íslandsbikarinn afhentan í dag en þeir voru þegar búnir að tryggja sér titilinn. Þeir gátu því notið sín í dag og það gerðu þeir.

Lokasyrpa Pepsimarkanna

Pepsimörkin kvöddu í kvöld með löngum þætti þar sem sumarið var gert upp enda fór lokaumferðin fram í dag.

Aron hetjan gegn toppliði PSV

Aron Jóhannsson var hetja hollenska liðsins AZ Alkmaar í dag er hann skoraði sigurmarkið gegn toppliði PSV.

Stórleikur Bjarka Más dugði ekki til

Strákarnir hans Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar hjá Eisenach máttu sætta sig við tap, 29-32, gegn TuS N-Lübbecke í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Sakar Ólaf Pál um fordóma

Jóhann Laxdal, hægri bakvörður Stjörnunnar, er allt annað en sáttur með framkomu Ólafs Páls Snorrasonar, kantmanns FH-inga í lokaumferðinni í dag.

Þorvaldur hættur með ÍA

"Þetta var svona leikur sem menn vildu klára og bara koma sér heim held ég. Það var náttúrulega lítið að keppa um fyrir en völlurinn var þungur þannig að sendingar voru þungar og leikurinn eiginlega bara deyr í fyrri hálfleik," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA, eftir tapið gegn Fylki í dag.

Atli Viðar fékk gullskóinn

FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla og fær að launum gullskóinn eftirsótta.

Moyes vill framlengja við Vidic

David Moyes, stjóri Man. Utd, hefur beðið stjórn félagsins um að fara í að gera nýjan samning við fyrirliða liðsins. Nemanja Vidic. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Hver þeirra fær gullskóinn?

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag. Úrslitin eru ráðin á toppi og botni en það er enn mikil spenna í baráttunni um markakóngstitilinn. Atli Viðar Björnsson á möguleika á að fullkomna skósafnið sitt.

Arsenal aftur á toppinn

Arsenal hrifsaði toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar aftur af Tottenham í kvöld er liðið vann fínan útisigur, 1-2, á Swansea.

Barcelona getur ekki tapað

Spánarmeistarar Barcelona eru enn með fullt hús stiga í spænska boltanum eftir enn einn sigurinn í dag.

Mark Gylfa dugði ekki til gegn Chelsea

Tottenham komst í dag í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Chelsea. Gylfi Þór Sigurðsson á skotskónum fyrir Spurs en Mata breytti öllu hjá Chelsea.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 1-3

Það var kalt á Akranesi í dag þegar ÍA og Fylkir áttust við í seinustu umferð sumarsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn einkenndist af því að bæði lið vildu bara klára sumarið en samt sem áður komu spilkaflar sem voru mjög góðir.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Þór 1-2

Eyjamenn og Þórsarar áttust við í Vestmannaeyjum í dag, en leikurinn breytti litlu máli fyrir bæði lið sem að spiluðu þó upp á að enda í hærra sæti en fyrir leikinn. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 1-2 útisigur eftir átta mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin voru skoruð.

Ólafur og Milos áfram með Víking

Ólafur Þórðarson verður áfram þjálfari Víkings en liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla í fótbolta 2014 um síðustu helgi þegar Fossvogsliðið tryggði sér 2. sætið í 1. deildinni. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Víkings í kvöld.

KR í úrslitaleikinn á móti Keflavík

Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta á sunnudaginn en það var ljóst eftir að KR vann sex stiga sigur á Grindavík, 76-70, í seinni undanúrslitaleiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Aðalsteinn fær bosnískan landsliðsmann

Það hefur ekki gengið nógu vel hjá lærisveinum Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í Eisenach í vetur en liðið er nýliði í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Kyssti mótherja í miðjum leik í úrslitakeppni

Diana Taurasi og Seimone Augustus, tveir af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar í körfubolta lenti saman í leik liðanna í úrslitakeppninni í gærkvöldi en Taurasi sá til þess að ósætti þeirra komst í heimsfréttirnar.

Keflavík í úrslit eftir stórsigur á Snæfelli

Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld.

Fyrsta tapið hjá strákunum hans Geirs

HC Bregenz, lið Geir Sveinssonar, tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í austurrísku deildinni í handbolta. HC Bregenz tapaði þá 27-29 á heimavelli í nágrannaslag á móti austurrísku meisturunum í HC Hard en það dugði ekki að vera tveimur mörkum yfir þegar aðeins sjö mínútur voru eftir.

Sjá næstu 50 fréttir