Fleiri fréttir

HM 2013: Spilum alltaf með bensínið í botni

Þorsteinn J. spjallar við Dag Sigurðsson þjálfara Fücshe Berlin í Max-Schmeling höllinni í Berlín. Dagur segir karakter íslenska landsliðsins sé á heimsmælikvarða. "Þetta er það sem talað er um hér í Þýskalandi, þessi seigla og óbilandi trú í leikmönnum íslenska landsliðsins.Við spilum alltaf með bensínið í botni.“

Villanueva fékk þriggja milljóna króna sekt

Charlie Villanueva, framherji Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara eða sem nemur rúmum þremur milljónum króna af forráðamönnum deildarinnar.

Sprewell handtekinn á Gamlárskvöld

Latrell Sprewell spilaði í þrettán ár í NBA-deildinni og lék þá með Golden State Warriors, New York Knicks og Minnesota Timberwolves á árunum 1992 til 2005. Hann komst meðal annars í fréttirnar fyrir að ráðast á þjálfara sinn hjá Golden State og hafna 21 milljón dollara samningi við Golden State af því að hann þurfti meira til að sjá fjölskyldu sinni farborða.

Svíar lágu gegn Þjóðverjum

Þjóðverjar unnu sex marka sigur á Svíum í vináttuleik karlalandsliða þjóðanna í handbolta í Vaxjö í Svíþjóð í kvöld.

Besti varnarmaðurinn í Makedóníu til Stjörnunnar

Karlalið Stjörnunnar í körfubolta hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn 27 ára Jarrid Frye. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis.

Poulter í leit að lokapúslinu

Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni.

Pálína valin best í fyrri umferðinni

Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kosin besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar kvenna í körfubolta en verðlaunin voru afhent í dag.

Eftirminnileg jól hjá Luis Suárez

Liverpool-maðurinn Luis Suárez fór á kostum með Liverpool í jólatörninni en þessi 25 ára Úrúgvæmaður var með fimm mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Liverpool-liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá 22. desember til 2. janúar.

Zlatan: Balotelli er besti leikmaður Manchester City

Sænski knattspyrnukappinn Zlatan Ibrahimovic er mikill aðdáandi Mario Balotelli hjá Manchester City. Kannski sér hann sjálfan sig í ítalska ungstirninu sem hefur gengið illa að fóta sig innan sem utan vallar inn á milli þess að hann sýnir heimsklassaframmistöðu inn á vellinum. Zlatan ráðleggur City-mönnum að sýna Mario Balotelli ást og umhyggju ef þeir ætli að ná eitthvað út úr honum.

Butler aftur til Íslands - búin að semja við Val

Jaleesa Butler, fyrrum leikmaður Hamars og Keflavíkur, er komin aftur í íslenska körfubolann því hún hefur gert samning við lið Vals í Dominos-deild kvenna. Þetta kom fyrst fram á Karfan.is.

Spánverjar verða Heimsmeistarar - Ísland í 5. sæti

Íslenska landsliðið endar í fimmta sæti á HM í handbolta á Spáni ef marka má spá veðmálafyrirtækisins Bet365 sem hefur gefið út stuðla sína fyrir heimsmeistarakeppnina sem hefst í lok næstu viku.

Sir Alex Ferguson: Alltof snemmt að leita að eftirmanni mínum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er harður á því að sitja áfram í stjórastólnum á Old Trafford eftir þetta tímabil og gefur lítið fyrir sögusagnir að hann ætli að hætta í vor. Ferguson er á góðri leið með að gera Manchester United að enskum meisturum í þrettánda sinn.

Næstu mótherjar Íslands búnir að finna sér þjálfara

Srecko Katanec, fyrrum leikmaður Stuttgart og Sampdoria og landsliðsmaður Júgóslavíu og Slóveníu, hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara Slóveníu. Slóvenar eru í riðli með íslenska landsliðinu í undankeppni HM 2014 og þjóðirnar mætast í Ljubljana í Slóveníu í mars næstkomandi.

Allt um fyrstu leiki ársins í enska boltanum

Þeir sem misstu af umferðinni í enska boltanum í vikunni eða vilja bara horfa á það helst aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Redknapp: Ég elska Joe Cole

West Ham er langt komið með að ganga frá kaupunum á Joe Cole frá Liverpool en það er ljóst að annar stjóri var tilbúinn að fá þennan 31 árs gamla leikmann til sín í janúarglugganum. Joe Cole fer í læknisskoðun hjá West Ham í dag.

Cech frá í þrjár vikur

Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna nárameiðsla sem hann varð fyrir í sigri á Everton á Goodison Park á dögunum. Cech var ekki með Chelsea í gær þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli á móti Queens Park Rangers.

Pardew: Demba Ba mun fara til Chelsea

Alan Pardew, stjóri Newcastle, er búinn að sætta sig við það að sjá á eftir senegalska framherjanum Demba Ba til Chelsea en Chelsea fékk leyfi til að ræða við leikmanninn í gær.

NBA: Golden State rúllaði yfir Clippers - Durant rekinn út úr húsi

Los Angeles Clippers byrjar nýja árið ekki vel í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa endað það gamla á 17 sigurleikjum í röð en fjölmargir leikir fóru fram í nótt. San Antonio Spurs er búið að vinna sjö leiki í röð, Miami Heat vann Dallas Mavericks í framlengingu og Kevin Durant var rekinn út úr húsi í tapi hjá Oklahoma City Thunder.

Þjóðverjar þenja lungun fyrstu mínútuna á ný

Stuðningsmenn þýskra knattspyrnuliða ætla að láta af því að þegja fyrstu mínútu leikja í úrvalsdeild karla. Um mótmæli var að ræða gagnvart forráðamönnum þýsku deildarkeppninnar.

Rodgers: Suarez er eins og Messi

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hrósaði Luis Suarez í hástert fyrir frammistöðu sína í 3-0 sigri Liverpool gegn Sunderland í kvöld.

Lampard: Chelsea getur orðið enskur meistari í vor

Frank Lampard skoraði bæði mörk Chelsea í 2-1 sigri á Everton á Goodison Park í síðasta leik Chelsea á árinu og hann verður væntanlega í stórtu hlutverki í kvöld þegar Chelsea mætir Queens Park Rangers í fyrsta leik sínum á árinu 2013.

Rússarnir unnu æfingamót - mæta Íslandi í fyrsta leik

Íslenska handboltalandsliðið er að undirbúa sig fyrir Heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst á Spáni í næstu viku en sömu sögu er að segja af andstæðingum íslenska liðsins. Rússar, sem verða fyrstu mótherjar Íslendinga á mótinu, unnu fjögurra landa mót í Lettlandi á milli Jóla og nýárs.

Everton upp fyrir Arsenal

Everton vann góðan 2-1 útisigur á Newcastle í viðureign liðanna í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Suarez stórkostlegur í sigri Liverpool

Luis Suarez skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Anfield Road í kvöld. Suarez skoraði tvö auk þess að leggja upp eitt fyrir Raheem Sterling.

Casillas ætlar ekki að fara í fýlu

Iker Casillas var settur á bekkinn í síðasta leik Real Madrid sem vakti upp mikið fjölmiðlafár í Madrid enda á ferðinni einn vinsælasti leikmaður félagsins, fyrirliði þess og fastamaður síðan á síðustu öld. Fyrirliði spænska landsliðsins ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir þessa ákvörðun Jose Mourinho um að láta hann dúsa á bekknum.

Redknapp: Aðeins algjör bjáni myndi klúðra því að stýra Chelsea

Harry Redknapp, stjóri Queens Park Rangers, sendi Rafael Benitez smá skilaboð, í viðtali við BBC fyrir leik Chelsea og Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Chelsea-liðið hefur verið að komast á flug undir stjórn Benitez en Redknapp gerir lítið úr hlut spænska stjórans í því.

Demba Ba má byrja að ræða við Chelsea

Newcastle United hefur greint frá því á twitter-síðu sinni að Chelsea hafi fengið leyfi til að ræða við framherjann Demba Ba. Chelsea er að leita sér að nýjum framherja og nú lítur út fyrir það að þeir ætli að finna hann í Norður Englandi.

Vilanova heimsótti leikmenn Barcelona í morgun

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, heimsótti leikmenn sína á æfingasvæði Barca í morgun en hann er í veikindaleyfi eftir að krabbamein tók sig upp á ný hjá honum. Forráðamenn Barcelona töluðu strax um það að hinn 44 ára gamli þjálfari myndi snúa fljótt til baka og þessar fréttir auka líkurnar á því.

Owen svaraði fyrir sig með mynd af verðlaunaskápnum sínum

Michael Owen var ekki í hópnum hjá Stoke í tapinu á móti Manchester City í gær og hefur ekki spilað með liðnu síðan í lok október. Owen tjáði sig aðeins um leikinn við City á twitter-síðu sinni í gær og fékk í framhaldinu yfir sig flóð af neikvæðum og móðgandi ummælum.

Van Persie markahæstur með sextán mörk

Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-0 útisigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Hollendingurinn hefur þriggja marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn með sextán mörk.

Sjá næstu 50 fréttir