Poulter í leit að lokapúslinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 19:15 Ian Poulter fagnaði sigrinum í Ryder-bikarnum vel. Nordicphotos/Getty Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu. Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Ian Poulter vonast til þess að geta fylgt eftir góðri frammistöðu á golfvellinum á nýliðnu ári með eina bikarnum sem vantar í safnið. Englendingurinn hefur aldrei unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Poulter keppir í vikunni á fyrsta PGA-móti ársins á Hawaii. Hann viðurkennir í samtali við Reuters-fréttastofuna að hann eigi enn eftir að finna út hvað hann þurfi að gera til þess að vinna sigur á risamóti. „Ég veit ekki hvað þarf til," sagði Englendingurinn. „Ef það þýðir að ég þurfi að taka mér tuttugu vikna frí fyrir risamót þá geri ég það. Ef það þýðir að ég þurfi að spila á fimm mótum í röð til þess að vinna eitt þeirra geri ég það." Eftir rólega byrjun á golfvellinum á síðasta ári fór allt á flug hjá Poulter. Hann hafnaði í efstu tiu sætunum á þremur af risamótunum fjórum og vann sigur á HSBC Champions mótinu í Kína á Heimsmótaröðinni. Hápunktur ársins var þó frammistaða Poulter í Ryder-bikarnum. Þar fór Poulter fyrir ótrúlegri endurkomu Evrópuliðsins sem vann ótrúlegan sigur. „Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég tala um það," segir Poulter um frammistöðu sína á öðrum degi keppninnar. Poulter landaði þá fimm fuglum í röð, vann sigur í viðureign sinni og gaf tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Ég hef mörg markmið. Halda áfram að bæta sömu hlutina í leik mínum, bæta mig og vonandi bæta titlum í safnið ásamt þeim fyrsta á risamóti," sagði Poulter um markmið sín á árinu.
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira