Handbolti

Spánverjar verða Heimsmeistarar - Ísland í 5. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska landsliðið endar í fimmta sæti á HM í handbolta á Spáni ef marka má spá veðmálafyrirtækisins Bet365 sem hefur gefið út stuðla sína fyrir heimsmeistarakeppnina sem hefst í lok næstu viku.

Bet365 telur að það séu mestar líkur á því að Spánverjar verði heimsmeistarar en í næstu sætum koma síðan Frakkar, Króatar og Danir. Íslenska liðið á síðan að enda í fimmta sætinu á undan Ungverjum, Pólverjum og Þjóðverjum.

Ísland er í riðli með Dönum og er spáð öðru sætinu í riðlinum en í næstu sætum eiga að vera Rússland og Makedónía. Katar og Chile reka síðan lestina í riðlinum. Ísland mætir Rússum í fyrsta leik á laugardaginn eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×