Fleiri fréttir

Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar

Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þegar framlengdur umsóknarfrestur rann út á hádegi sl. föstudag kom í ljós að ríflega 760 A umsóknir höfðu borist sem er talsvert umfram framboð.

Robert Hedin: Þetta verður ekki mikið verra

Hinn sænski Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins, var vitanlega grútsvekktur eftir leikinn við Ísland í gær en strákarnir okkar höfðu nauman sigur, 34-32.

NBA í nótt: Billups tryggði Clippers sigur á Dallas

Chauncey Billups sá til þess að lið hans, LA Clippers, vann nauman sigur á meisturunum í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt, 91-89, með því að setja niður þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var til leiksloka.

Arnór: Við tókum bara Króatana á þetta

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Arnór Atlason voru ánægðir með sigurinn á Norðmönnum í gærkvöldi enda leit þetta ekki alltof vel út þegar Norðmenn voru komnir fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik.

Tíu frábærar mínútur dugðu til

Strákarnir okkar voru slakir gegn Norðmönnum í gær en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að kreista út tveggja marka sigur. Ísland er því enn á lífi og á góðan möguleika á að komast með stig í milliriðil.

Barcelona vann enn einn sigurinn á Real Madrid

Barcelona lenti 0-1 undir en vann engu að síður 2-1 sigur á Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins en leikurinn í kvöld fór fram á heimavelli Real Madrid.

Strákarnir unnu síðustu tíu mínúturnar 7-2 - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta sigur á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna Norðmenn 34-32 í kvöld en Norðmenn voru 27-30 yfir þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Íslenska liðið vann lokakafla leiksins 7-2 og fögnuðu strákarnir gríðarlega í leikslok.

Róbert: Ætlaði að standa mig í dag

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson átti algjörlega stórbrotinn leik á línunni hjá íslenska liðinu í kvöld. Hann skoraði úr öllum níu skotum sínum í leiknum og fiskaði þess utan tvö vítaskot.

Vignir: Maður hálfvorkennir Norðmönnunum

Vignir Svavarsson hefur komið sterkur inn í íslenska liðið á EM og hann skoraði ótrúlega dýrmætt mark úr hraðaupphlaupi undir lokin sem fór langleiðina með að tryggja íslenska liðinu sigur í leiknum gegn Noregi í kvöld.

Mamelund: Við áttum að fá víti í lokin

Norðmaðurinn Erlend Mamelund átti magnaðan leik fyrir Norðmenn í dag en því miður fyrir hann þá dugði það ekki til sigurs fyrir Norðmenn að þessu sinni.

Alexander: Við neituðum að gefast upp

"Ég veit ekki alveg hvernig við fórum að þessu. Við bara neituðum að gefast upp og gáfum allt sem við áttum í þennan leik til enda," sagði baráttujaxlinn Alexander Petersson eftir sigurinn ótrúlega gegn Norðmönnum.

Björgvin: Baráttan og íslenska hjartað vann þennan leik

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti ekki sinn besta leik í kvöld en hann steig heldur betur upp þegar mest á reyndi. Varði tvö síðustu skot Norðmanna og Ísland fylgdi þeirri markvörslu eftir með mörkunum sem skildi á milli.

Eggert Gunnþór og félagar úr leik í enska bikarnum

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves duttu út úr enska bikarnum í kvöld eftir 0-1 tap á heimavelli á móti b-deildarliði Birmingham. Eggert Gunnþór var í byrjunarliðinu en sigurmark Birmingham kom eftir að Eggerti hafði verið skipt útaf vellinum.

Spánverjar náðu bara jafntefli á móti Ungverjum

Spánverjar náðu ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Frökkum í fyrsta leik sínum því liðið gerði bara jafntefli á móti Ungverjalandi, 24-24, í kvöld í seinni leik dagsins í C-riðli Evrópukeppninnar í Serbíu. Ungverjar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér jafntefli.

KR lagði Snæfell í spennuleik | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld og var mesta spennan í Stykkishólmi þar sem KR vann nauman sigur gegn liði Snæfells, 68-66. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Snæfell fékk tækifæri til þess að jafna metin í síðustu sókn leiksins. Keflavík styrkti stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 89-62 sigri gegn Val á heimavelli. Haukar lögðu Fjölni á útivelli, 92-71, og Njarðvík vann Hamar 89-77 en Njarðvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar.

Henry gæti misst af Manchester United leiknum

Thierry Henry meiddist á æfingu með Arsenal í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á móti Manchester United um næstu helgi. Henry hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins með misjöfnum árangri en Arsenal tapaði þeim síðari á móti Swansea á sunnudaginn.

Lionel Messi frumsýnir nýja takkaskó í El Clasico í kvöld

Lionel Messi hefur verið á skotskónum það sem af er þessu tímabili með Barcelona en argentínski snillingurinn er ekkert hræddur við að skipta um takkaskó. Messi ætlar nefnilega að frumsýna nýja skó í El Clasico á kvöld þar sem Barcelona mætir Real í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins.

Balic sá um að koma Króatíu í milliriðil

Króatar eru ósigraðir á toppi D-riðils eftir sigur á Slóveníu, 31-29, í Vrsac i kvöld. Slóvenar stríddu Króötum hraustlega í þessum leik en rétt eins og í gær steig króatíska liðið upp þegar mest lá við. Ótrúlega öflugir á ögurstundu. Króatar eru komnir áfram í milliriðilinn með þessum sigri.

Guðmundur má velja Snorra og Ólaf í milliriðilinn

Sá möguleiki er tæknilega fyrir hendi að annað hvort Snorri Steinn Guðjónsson eða Ólafur Stefánsson komi til móts við landsliðið í milliriðlinum að því gefnu að íslenska liðið komist þangað.

EHF vísaði kvörtun Makedóníu frá

Úrslitin í leik Þýskalands og Makedóníu standa. Það er niðurstaða aganefndar EHF sem hefur vísað kvörtun Makedóníu frá vegna úrslita leiksins.

Butler-frænkurnar verða liðsfélagar í Keflavík

Kvennalið Keflavíkur í Iceland Express deildinni í körfuknattleik hefur bætt við sig erlendum leikmanni og mun Shanika Butler leika með liðinu út leiktíðina. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 16 leiki. Shanika er bandarísk líkt og Jaleesa Butler sem hefur leikið með Keflavík í vetur. Og það sem meira er að Shanika er bróðurdóttir Jaleesu.

Norðmenn búnir að tilkynna sextánda manninn

Robert Hedin, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að kalla sextánda leikmanninn í hóp liðsins fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld. Það er skyttan Kent Robin Tønnesen sem leikur með Haslum í heimalandinu.

Helgi Jónas og Govens valdir bestir

Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag.

Þórir Hergeirsson telur að Norðmenn vinni Ísland í kvöld

"Leikur Íslands og Króatíu var ekki eins góður og margir hafa sagt. Það er allt opið í viðureign Noregs og Íslands,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari heimsmeistaraliðs Noregs í kvennahandboltanum. Flestir handboltasérfræðingar eru á þeirri skoðun að Íslendingar séu mun sigurstranglegri gegn Noregi þegar liðin mætast á EM í Serbíu í kvöld en Þórir er á annarri skoðun.

Ísland áfram í 104. sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Liðið situr sem fastast í 104. sæti listans, sæti á eftir Makedóníu og sæti á undan Mósambík. Ísland er í 43. sæti af 53 Evrópuþjóðum.

Hallbera Guðný í atvinnumennsku - samdi við Piteå

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir hefur gengið frá samningi við sænska knattspyrnuliðið Piteå. Á heimasíðu félagsins kemur fram að Hallbera sé nýjasta púslið í lið Piteå sem ætlar sér stóra hluti á næsta ári eftir að hafa hafnað í 10. sæti af 12 liðum á síðustu leiktíð.

Ólafur Bjarki: Er klár ef kallið kemur

Nýliðinn Ólafur Bjarki Ragnarsson var í fyrsta skipti í hóp með landsliðinu á stórmóti er Ísland mætti Króatíu á mánudag. Ólafur Bjarki kom reyndar ekki við sögu í leiknum.

Makedónar ósáttir - segja boltann hafa verið inni

Handknattleikssamband Makedóníu hefur lagt fram kæru vegna leiksins gegn Þýskalandi í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 24-23 en Makedónar vilja meina að skot Kiril Lazarov nokkrum sekúndum fyrir leikslok hafi verið inni. Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn.

Björgvin: Er miklu ferskari í stuttermatreyjunni

Athygli vekur að markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er farinn að spila í stuttermatreyju. Undir treyjunni er Björgvin síðan í þröngum galla sem er úr sama efni og Ingimundur Ingimundarson skartaði milli leikja á HM í fyrra og vakti mikla athygli. Var sá galli alltaf kallaður kafarabúningurinn.

Chelsea kaupir þrjá bræður frá Luton

Chelsea hefur gengið frá kaupum á tvíburabræðrunum tólf ára Rio og Cole auk þrettán ára bróður þeirra Jay DaSilva frá Luton Town. Fari svo að leikmennirnir spili fyrir Chelsea nær kaupverðið um milljón pundum eða sem nemur um 192 milljónum íslenskra króna.

Er að passa bandið fyrir Óla

Guðjón Valur Sigurðsson er aðalfyrirliði Íslands í fyrsta skipti á EM í Serbíu. Hann er þess utan orðinn vítaskytta liðsins og stóð sig vel í því hlutverki gegn Króatíu.

Stórsigur Miami | Chicago góðir án Derrick Rose

Alls fóru sjö leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld og nótt. Miami vann stórsigur á heimavelli gegn San Antonio Spurs 120-98 á heimavelli. Miami lauk þar með þriggja leikja taphrinu, þrátt fyrir að vera ekki með Dwayne Wade í liðinu. Miami lenti 14 stigum undir í fyrri hálfleik en 17-0 rispa í þeim síðari lagði grunninn að sigrinum.

Sjá næstu 50 fréttir