Fótbolti

Tapið gegn Ís­landi kornið sem fyllti mælinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fernando Santos hefur lokið störfum fyrir aserska knattspyrnusambandið.
Fernando Santos hefur lokið störfum fyrir aserska knattspyrnusambandið. epa/Jakob Akersten Broden

Fernando Santos hefur verið látinn fara sem þjálfari karlalandsliðs Aserbaísjan í fótbolta. Hann stýrði því í síðasta sinn þegar það tapaði 5-0 fyrir Íslandi í gær.

Samkvæmt vefmiðlinum Oxu er Santos ekki lengur landsliðsþjálfari Aserbaísjan. Fótbolti.net greindi fyrst frá.

Asersku blaðamönnum sem fylgdu liðinu til Íslands var heitt í hamsi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og saumuðu að Santos.

Hinn sjötugi Santos, sem gerði Portúgal að Evrópumeisturum 2016, tók við Aserbaísjan í fyrra. Hann stýrði liðinu í ellefu leikjum en enginn þeirra vannst. Aserar töpuðu níu leikjum undir stjórn Santos og gerðu tvö jafntefli.

Aserbaísjan fær Úkraínu í heimsókn í næsta leik sínum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Ekki liggur fyrir hver stýrir aserska liðinu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×