Handbolti

Er að passa bandið fyrir Óla

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Guðjón Valur er fyrirliði Íslands á EM.
Guðjón Valur er fyrirliði Íslands á EM. Fréttablaðið/Vilhelm
Guðjón Valur Sigurðsson er aðalfyrirliði Íslands í fyrsta skipti á EM í Serbíu. Hann er þess utan orðinn vítaskytta liðsins og stóð sig vel í því hlutverki gegn Króatíu.

„Ég er bara að passa bandið fyrir Óla þar til hann kemur til baka. Ég segi að hann eigi þrjú til fjögur góð ár eftir í boltanum," sagði Guðjón Valur en ef sú spá gengur upp hjá honum þá verður Ólafur í boltanum þar til hann er orðinn 42 ára gamall.

„Þegar Snorri og Óli hafa ekki verið hérna þá hef ég tekið vítin. Það gekk ágætlega núna. Ég fer bara í þau verkefni sem ég er beðinn um að taka að mér. Ég myndi moppa gólfið og fylla vatnsbrúsa ef það myndi hjálpa liðinu," sagði Guðjón sem tekur því ekki sem sjálfsögðum hlut að leiða Ísland til keppni á stórmóti.

„Það er heiður að vera fyrirliði Íslands hérna en ég er afleysingamaður í því verkefni núna. Óli kemur aftur til okkar fljótlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×