Handbolti

Mamelund: Við áttum að fá víti í lokin

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Íslenska vörnin réð lítið við Mamelund í kvöld.
Íslenska vörnin réð lítið við Mamelund í kvöld. mynd/vilhelm
Norðmaðurinn Erlend Mamelund átti magnaðan leik fyrir Norðmenn í dag en því miður fyrir hann þá dugði það ekki til sigurs fyrir Norðmenn að þessu sinni.

"Þetta er virkilega svekkjandi. Við sögðum fyrir mótið að Ísland og Króatía væru líklegri en við. Þrátt fyrir það fannst mér við eiga skilið stig í dag," sagði Mamelund svekktur með nýja Galaxy-símann sinn sem hann fékk fyrir að vera valinn besti maður Noregs í leiknum.

Norðmenn vildu fá víti undir lokin og Mamelund var svekktur með að hafa ekki fengið vítið.

"Ég gaf sendingu á Myrhol. Það er togað í hann og hann skýtur aftur fyrir sig. Fyrir mér var þetta alveg klárt víti," sagði Mamelund.

Mamelund skoraði sjö af fyrstu ellefu mörkum Norðmanna í leiknum og þá fékk hann sér óvænt sæti á bekknum.

"Ég þurfti að fá smá hvíld svo ég ætti orku undir lokin. Það var því ekkert óeðlilegt við að ég færi á bekkinn. Það var gott fyrir liðið og ég er liðsmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×