Handbolti

Balic sá um að koma Króatíu í milliriðil

Henry Birgir Gunnarsson í Vrsac skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. mynd/vilhelm
Króatar eru ósigraðir á toppi D-riðils eftir sigur á Slóveníu, 31-29, í Vrsac i kvöld. Slóvenar stríddu Króötum hraustlega í þessum leik en rétt eins og í gær steig króatíska liðið upp þegar mest lá við. Ótrúlega öflugir á ögurstundu. Króatar eru komnir áfram í milliriðilinn með þessum sigri.

Króatarnir voru nokkuð beittari í upphafi leiks en þeir voru gegn Íslandi í gær. Þeir tóku fljótlega frumkvæðið og leiddu með fjórum mörkum, 10-6, um miðjan hálfleikinn.

Slóvenar eru ekki með besta liðið í þessari keppni en þeir eru gríðarlega baráttuglaðir og slaka aldrei á klónni. Með viljann að vopni keyrðu þeir hraðaupphlaup af fullum krafti og lömdu á Krótötunum í vörninni.

Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Króatar á bensínið á nýjan leik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 16-12.

Slóvenar héldu áfram að djöflast í síðari hálfleik, gríðarlega vel studdir af um 2.000 slóvenskum stuðningsmönnum sem hafa breytt þessum D-riðli í heimavöll Slóveníu.

Þeir náðu aftur að minnka muninn í eitt mark, 18-17, og síðan jöfnuðu þeir, 20-20, þegar 17 mínútur voru eftir. Ætlaði þakið hreinlega af Millenium-höllinni í kjölfarið.

Snillingurinn Ivano Balic tók þá leikinn í sínar hendur og þökk sé honum náði Króatar aftur þægilegu forskoti. 26-23 þegar tíu mínútur voru eftir. Alilovic fór síðan að verja eins og berserkur og Króatar innsigluðu sigurinn.

xx

Króatarnir voru nokkuð beittari í upphafi leiks en

þeir voru gegn Íslandi í gær. Þeir tóku fljótlega

frumkvæðið og leiddu með fjórum mörkum, 10-6, um

miðjan hálfleikinn.

Slóvenar eru ekki með besta liðið í þessari keppni en

þeir eru gríðarlega baráttuglaðir og slaka aldrei á

klónni. Með viljann að vopni keyrðu þeir hraðaupphlaup

af fullum krafti og lömdu á Krótötunum í vörninni.

Þeir náðu að minnka muninn í eitt mark en þá stigu

Króatar á bensínið á nýjan leik og leiddu með fjórum

mörkum í hálfleik, 16-12.

Slóvenar héldu áfram að djöflast í síðari hálfleik,

gríðarlega vel studdir af um 2.000 slóvenskum

stuðningsmönnum sem hafa breytt þessum D-riðli í

heimavöll Slóveníu.

Þeir náðu aftur að minnka muninn í eitt mark, 18-17, og síðan jöfnuðu þeir, 20-20, þegar 17 mínútur voru eftir. Ætlaði þakið hreinlega af Millenium-höllinni í kjölfarið.

Snillingurinn Ivano Balic tók þá leikinn í sínar hendur og þökk sé honum náði Króatar aftur þægilegu forskoti. 26-23 þegar tíu mínútur voru eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×