Handbolti

Strákarnir unnu síðustu tíu mínúturnar 7-2 - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta sigur á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna Norðmenn 34-32 í kvöld en Norðmenn voru 27-30 yfir þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Íslenska liðið vann lokakafla leiksins 7-2 og fögnuðu strákarnir gríðarlega í leikslok.

Strákarnir okkar sýndu mikinn karakter og sigurvilja á lokakafla leiksins og tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur en það má búast við því að þessi stig fari með liðinu inn í milliriðilinn komist íslenska liðið þangað.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Noregs í Vrsac í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×