Tíu frábærar mínútur dugðu til Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Róbert Gunnarsson átti frábæran leik og bætti heldur betur fyrir frammistöðuna á móti Króatíu. Mynd/Vilhelm Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram. Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Eftir að hafa verið þremur mörkum undir þegar tíu mínútur lifðu leiks risu strákarnir okkar upp frá dauðum og unnu ótrúlegan tveggja marka sigur, 34-32, á Noregi í Vrsac. Guðmundur byrjaði með sama mannskap í sókninni og gegn Króatíu en Ingimundur var kominn í vörnina í stað Vignis sem lék vel gegn Króatíu. Línuspilið hjá íslenska liðinu gekk ekki nógu vel gegn Króatíu en það var heldur betur í lagi í gær. Aron og Arnór voru duglegir að finna Róbert sem annað hvort skoraði eða fiskaði víti. Hrikalega sterkur og hann fær því að halda skegginu en Róbert ætlaði að raka sig ef hann myndi ekki skora í leiknum. Hjá Noregi fékk Erlend Mamelund að leika lausum hala en hann skoraði 7 af fyrstu 11 mörkum Norðmanna og klúðraði ekki skoti. Óttuðust margir að ný Kjetil Strand-uppákoma væru í aðsigi en sá skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006. Þá tók Robert Hedin, þjálfari Noregs, þá stórundarlegu ákvörðun að kippa Mamelund af velli og kæla hann niður. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum en Norðmenn gengu til búningsherbergja með tveggja marka forskot, 18-20. Varnarleikur íslenska liðsins í hálfleiknum var hörmulegur og markvarslan eftir því — engin. Strákarnir þurftu því heldur betur að girða sig í brók fyrir síðari hálfleikinn. Byrjun seinni hálfleiks lofaði góðu. Strákarnir jafna og Björgvin ver. Þegar það kom síðan að því að ná frumkvæðinu fór allt í baklás. Skytturnar okkur voru ragar og allan neista vantaði í leik liðsins. Þeir voru einnig hættir að finna Róbert á línunni. Norðmenn gengu á lagið og náðu fjögurra marka forskoti, 21-25. Þá var Guðmundi landsliðsþjálfara nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikur íslenska liðsins í molum á báðum endum vallarins. Strákarnir tóku smá kipp í kjölfarið og minnkuðu muninn í eitt mark, 24-25. Þá fór allt aftur í sama farið og Norðmenn náðu þriggja marka forskoti sem þeir héldu ansi lengi. Í hvert skipti sem íslenska liðið fékk tækifæri til þess að minnka muninn voru þeir sjálfum sér verstir með klaufaskap og lélegum skotum. Munurinn þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir tóku þá aftur rispu og jöfnuðu leikinn, 30-30, þegar sjö mínútur voru eftir. Æsispennandi lokakafli fram undan. Róbert kom okkur loksins yfir, 31-30, og þá tóku Norðmenn leikhlé. Vörn íslenska liðsins loksins farin að virka almennilega. Strákarnir fengu tvö færi til þess að komast tveimur mörkum yfir. Norðmenn þökkuðu pent fyrir og jöfnuðu. Vignir kemur Íslandi yfir, 33-32, þegar rúm hálf mínúta var eftir og Björgvin varði í kjölfarið. Talandi um að stíga upp á réttum tíma. Róbert skoraði á lokasekúndunni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland gat ekkert fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Þessir strákar eru ótrúlegir. Ævintýrið heldur áfram.
Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira