Handbolti

EHF vísaði kvörtun Makedóníu frá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kiril Lazarov í kvöld.
Kiril Lazarov í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Úrslitin í leik Þýskalands og Makedóníu standa. Það er niðurstaða aganefndar EHF sem hefur vísað kvörtun Makedóníu frá vegna úrslita leiksins.

Þýskaland vann leikinn, 24-23, en Kiril Lazarov átti skot að marki á lokasekúndum leiksins sem hafnaði í slánni og gólfinu. Vildu Makedóníumenn meina að boltinn hafi farið inn fyrir línuna áður en hann skoppaði úr markinu en Hlynur Leifsson, sem dæmdi leikinn ásamt Antoni Gylfa Pálssyni, dæmdi boltann ekki inni.

Stuðningsmenn Makedóníu voru margir kolbrjálaðir eftir leikinn og sökuðu EHF um að starfa gegn sér og í þágu stórveldisins Þýskalandi.

Það er í það minnsta niðurstaða aganefndar EHF að vísa málinu frá og því var sigur Þjóðverjanna staðfestur.


Tengdar fréttir

Makedónar ósáttir - segja boltann hafa verið inni

Handknattleikssamband Makedóníu hefur lagt fram kæru vegna leiksins gegn Þýskalandi í gær. Þjóðverjar unnu leikinn 24-23 en Makedónar vilja meina að skot Kiril Lazarov nokkrum sekúndum fyrir leikslok hafi verið inni. Íslendingarnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×