Fleiri fréttir

Elfar Árni samdi við Breiðablik

Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Pepsi-deildarlið Breiðabliks. Elfar Árni kemur til félagsins frá Völsungi og verður því áfram í grænu.

Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við vítaspyrnuna sem Newcastle fékk á Old Trafford í dag. Úr henni skoraði Newcastle og tryggði sér eitt stig.

Eggert skoraði sigurmark Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson var hetja Hearts í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Inverness korteri fyrir leikslok. Lokatölur 2-1.

Villas-Boas: Gríðarlega mikilvægur sigur

Það var þungu fargi létt af stjóra Chelsea, Andre Villas-Boas, eftir að Chelsea vann loksins leik. Úlfarnir voru auðveld bráð fyrir Chelsea í dag sem vann 3-0 sigur.

Pardew: Við vorum frábærir

"Það voru alvöru hetjur á vellinum í dag. Þetta var algerlega frábær frammistaða," sagði Alan Pardew, stjóri Newcastle, eftir að liðið hafði náð lygilegu jafntefli gegn Man. Utd á Old Trafford í dag.

Gylfi enn út í kuldanum hjá Hoffenheim

Gylfi Þór Sigurðsson mátti gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann er Hoffenheim gerði jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn Freiburg. Freiburg jafnaði leikinn undir lokin.

Vettel fljótastur á lokaæfingunni og getur slegið met í tímatökunni

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Jenson Button á McLaren varð annar og var 0.087 úr sekúndu á eftir Vettel, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma. Hann var 0.137 úr sekúndu á eftir Vettel.

Anna Úrsula meidd og spilar ekki í dag

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, verður ekki með gegn Tékkum í dag en hún varð fyrir smávægilegum meiðslum á auga í leiknum í gær.

Rooney: Hættulegt að afskrifa okkur

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, hefur varað fólk við því að afskrifa Man. Utd í baráttunni um enska meistaratitilinn. Rooney segir að reynslan muni fleyta United langt í vetur.

Redknapp íhugaði aldrei að hætta

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir það aldrei hafa hvarflað að sér að hætta þó svo hann hafi þurft að taka sér frí vegna hjartavandamála. Redknapp þurfti að gangast undir hjartaaðgerð fyrir mánuði síðan.

Búið að leysa NBA-deiluna - líklega byrjað að spila á jóladag

Kraftaverkin ku gerast á jólunum og það á svo sannarlega við í NBA-deilunni. Það benti ekkert til þess að það myndi nokkuð þokast í deilunni á næstunni þegar óvænt var greint frá því í dag að búið væri að leysa deiluna. Leikmenn og eigendur hafa loksins komist að samkomulagi og búið er að aflétta 149 daga verkbanni í deildinni sem hefst væntanlega á jóladag.

Má ekki verða að fordæmi

Mál Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, markvarðar íslenska landsliðsins í handbolta, gagnvart Nýherja, fyrrverandi vinnuveitanda hennar, hefur vakið mikla reiði. Forsvarsmenn Nýherja segja fréttaflutning af málinu villandi.

Liverpool-menn hafa verið öflugir í stóru leikjunum

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er leikur Liverpool og toppliðs Manchester City á Anfield klukkan 16.00 á morgun. Manchester City hefur unnið sjö deildarleiki í röð og setur félagsmet með sigri en þeir þurfa að sækja sigur á völl þar sem þeir hafa ekki fagnað mörgum sigrum undanfarið.

Í mínus út af félagaskiptagjaldinu

Fréttablaðið greindi í gær frá fáránlega háu félagaskiptagjaldi í handboltanum. Það kostar nefnilega frá 170 þúsund upp í 440 þúsund að fá erlendan handboltamann til landsins.

Pistillinn: Liðsfélaginn

Körfuboltamenn eru reglulega reknir úr starfi. Ástæðan er yfirleitt sú að þeir eru ekki nógu góðir í körfubolta. Aðrar ástæður geta legið að baki, meiðsli, ekki rétt týpa af leikmanni o.s.frv. Svo er önnur ástæða sem er ekki óalgeng, að leikmaðurinn er svo mikill fáviti að það er lífsins ómögulegt að eyða miklum tíma með honum.

Man. Utd varð af mikilvægum stigum - öll úrslit dagsins

Rangur vítaspyrnudómur kostaði Man. Utd tvö mikilvæg stig gegn Newcastle í dag. Þrátt fyrir dóminn ranga þá fékk United færin til þess að klára leikinn en leikmönnum liðsins voru mislagðir fætur fyrir framan markð.

Arsenal náði aðeins jafntefli gegn Fulham

Thomas Vermaelen, leikmaður Arsenal, var stjarna leiks Arsenal og Fulham en hann afrekaði að skora fyrir bæði liðin í leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. Vermaelen sá því alfarið um markaskorunina.

Stoke komst upp í tíunda sæti

Blackburn Rovers var engin fyrirstaða fyrir Stoke City er liðin mættust á Britannia-vellinum í dag. Stoke vann öruggan sigur, 3-1.

Í beinni: Man. Utd - Newcastle

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Man. Utd og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Í beinni: Chelsea - Wolves

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Chelsea og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Capello: Ég var nú bara að horfa á ballettinn í Moskvu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga ýtti undir sögusagnir um framtíðarplön sín þegar sást til hans í Rússlandi í vikunni. Capello segir þó heimsóknina til Rússlands hafa ekkert með fótbolta að gera.

Hátt hlutfall fatlaðra barna hjá fyrrum landsliðsmönnum frá Alsír

Óvenjuhátt hlutfall leikmanna sem lék með landsliði Alsír á árunum í kringum 1982 hafa eignast fötluð börn. Og leikur grunur á að leikmenn hafi tekið lyf á þessum tíma án vitundar um aukaverkanir og hættuna sem fólst í því að taka þessi lyf. Alsír kom gríðarlega á óvart í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu árið 1982 á Spáni þar sem lið Vestur-Þjóðverja tapaði fyrir Alsír 2-1.

Mancini: Ekki nógu góðir til að vinna Meistaradeildina

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur að því virðist misst trúna á sitt lið í Meistaradeildinni en City-menn þurfa að hafa heppnina með sér ætli þeir sér að komast áfram í sextán liða úrslitin.

Jóhann Berg skoraði í sigri AZ Alkmaar

AZ Alkmaar styrkti stöðu sín á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Utrecht á heimavelli í kvöld. AZ Alkmaar er með sex stiga forskot á PSV Eindhoven eftir þennan góða sigur.

Udinese og Gladbach komust bæði á toppinn í kvöld

Udinese og Borussia Mönchengladbach komust bæði á toppinn í sínum deildum eftir sigra í kvöld. Udinese vann 2-0 sigur á Roma á heimavelli og náði tveggja stiga forskot í ítölsku deildinni en Borussia Mönchengladbach vann 3-0 útisigur á Köln og náði eins stigs forskoti í þýsku úrvalsdeildinni.

Ísfirðingar óstöðvandi | úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Sigurganga KFÍ heldur áfram í 1. deild karla í körfubolta og fátt virðist ætla að stöðva Ísfirðinga á þessari leiktíð en þetta var sjöundi sigurleikur KFÍ í röð. Craig Schoen fór enn og aftur á kostum í liði KFÍ í 110-103 sigri gegn Breiðabliki á Ísafirði í kvöld. Bandaríkjamaðurinn skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og var einni stoðsendingu frá því að ná þrefaldri tvennu. Þrír leikir fóru fram í kvöld. ÍA lagði FSu á Selfossi, 99-74. Hamar vann góðan sigur gegn Ármanni í Hveragerði, 106-87.

Keflvíkingar unnu í framlengingu í Hólminum

Keflvíkingar tóku þriðja sætið af KR-ingum með því að vinna dramatískan 115-113 sigur á Snæfelli í framlengdum leik í Iceland Express deild karla í Stykkishólmi í kvöld. Charles Michael Parker var hetja Keflavíkurliðsins því hann tryggði liðinu bæði framlengingu sem og sigurinn með því að skora sigurkörfuna í lok framlengingarinnar. Parker skoraði 10 af 32 stigum sínum á framlengingu og síðustu sókn venjulegs leiktíma.

Stjörnumenn töpuðu óvænt í Ljónagryfjunni

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að sætta sig við óvænt sjö stiga tap, 105-98, á móti sínum gömlu félögum í Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Icdland Express deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri sínum með því að vinna þriðja leikhlutann 33-13 en Garðbæingar sóttu að þeim í lokin. Þetta var aðeins annað tap Stjörnumanna í Iceland Express deildinni en það sér til þess að Grindvíkingar halda fjögurra stiga forskoti á toppnum.

Þórsarar aftur á sigurbraut í Iceland Express deildinni

Þórsarar enduðu tveggja leikja taphrinu sína í Iceland Express deild karla í körfubolta með öruggum fjórtán stiga sigri á Fjölni, 82-68, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Nýliðar Þórs hafa þar með unnið 4 af fyrstu 7 leikjum sínum í deildinni.

Brynjar vann Helga eftir framlengingu

Brynjar Þór Björnsson fagnaði sigri á móti sínum gamla félaga úr KR Helga Má Magnússyni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Jämtland Basket vann eins stigs útisigur á 08 Stockholm HR, 85-84, í framlengdum leik. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina en bæði liðin voru búin að tapa þremur leikjum í röð.

Puyol ætlar að spila í níu ár í viðbót

Hinn 33 ára gamli varnarmaður Barcelona, Carles Puyol, er alls ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna og hefur stefnt að því að spila í níu ár viðbót. Menn sem eru þokkalegir í stærðfræði ættu þar með að hafa náð því að Puyol hættir þegar hann er 42 ára.

Ballack: Eldri leikmenn Chelsea þurfa að stíga upp

Michael Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Bayer Leverkusen, segir að eldri leikmenn Chelsea verði að stíga upp til þess að koma liðinu úr þeim ógöngum sem það er í þessa dagana.

Carlos Tevez: Ég yrði ánægður að komast til Ítalíu

Carlos Tevez er spenntur fyrir því að spila með ítalska liðinu AC Milan ef marka má nýjustu yfirlýsingu umboðsmanns hans Kia Joorabchian en sá umdeildi maður var í viðtali á heimasíðunni Football Italia í dag.

Hamilton fljótastur á annarri æfingunni í dag

Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Jose Carlos Pace brautinni í Brasilíu í dag. Hann varð 0.167 úr sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Mark Webber á Red Bull varð 0.195 á eftir Hamilton. Webber hafðii áður náð besta tíma á fyrri æfingu dagsins.

HM 2011: Twitterbann hjá Svíum í Brasilíu

Heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna hefst í Brasilíu í næstu viku þar sem Rússar hafa titil að verja. Landsliðin undirbúa sig af krafti fyrir keppnina þessa dagana. Leikmenn sænska liðsins ætla ekki að láta neitt trufla sig á meðan keppnin fer fram því þeir mega ekki skrifa neitt á samskiptasíður á borð við Twitter, Facebook eða blogg á meðan HM stendur yfir.

Villas-Boas: Það er til svokallaður Fergie-tími í leikjum

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, gefur ekki mikið fyrir þær fullyrðingar að hann þurfi hjálp í starfi sínu á Stamford Bridge en Chelsea-liðið hefur tapað fjórum af sex síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni.

Bæði körfuboltalið KR-inga í krísu

Meistaraflokkar KR í körfunni hafa ekki verið að gera góða hluti að undanförnu en karla- og kvennalið félagsins hafa bæði misst taktinn eftir annars mjög góða byrjun á tímabilinu. Nú er svo komið að sex af síðustu sjö leikjum KR-liðanna hafa tapast.

Tiger fær 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 31-24

Ísland vann Tékkland 31-24 í vináttulandsleik í kvöld sem fram fór í Vodafonehöllinni. Liðin mættast aftur á morgun á sama staða en þessir leikir eru hluti af loka undirbúning landsliðsins fyrir HM í Brasilíu sem hefst í næstu viku.

Mögnuð tilþrif hjá Bullock

Buffið J'Nathan Bullock, leikmaður Grindavíkur, fór hamförum í DHL-höllinni í gær þegar Grindvíkingar niðurlægðu Íslandsmeistara KR á þeirra eigin heimavelli.

Sjá næstu 50 fréttir