Enski boltinn

Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann

Ferguson lætur hér í sér heyra í dag.
Ferguson lætur hér í sér heyra í dag.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við vítaspyrnuna sem Newcastle fékk á Old Trafford í dag. Úr henni skoraði Newcastle og tryggði sér eitt stig.

"Eini maðurinn á leikvanginum sem taldi þetta vera víti var aðstoðardómarinn. Dómarinn taldi þetta vera horn og var hann nálægt atvikinu. Þetta var algjör harmleikur," sagði Ferguson reiður en hann hafði hárrétt fyrir sér. Það átti aldrei að dæma víti.

"Vandamálið er að aðstoðarardómarar eru ekki dómarar í fullri vinnu. Ég verð samt að hrósa Newcastle fyrir sína frammistöðu. Engu að síður fengum við þvílíkt af færum en þetta var ekki okkar dagur," sagði Ferguson en er United búið að missa Man. City of langt fram úr sér?

"Ef það væri apríl þá væri þetta of mikill munur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×