Má ekki verða að fordæmi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2011 10:00 Guðný Jenný er hér á milli Karenar Knútsdóttur og Rakelar Daggar Bragadóttir, en sú síðastnefnda mun ekki spila á HM vegna meiðsla. Mynd/Anton Titringur er innan íslenska landsliðshópsins í handbolta, aðeins nokkrum dögum áður en heimsmeistarakeppnin hefst í Brasilíu, vegna atvinnumissis Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, markvarðar liðsins og leikmanns Vals. Guðný Jenný missti vinnu sína í Nýherja, þar sem hún hafði starfað í fjögur ár. Ástæðan er að hún valdi landsliðið og HM í Brasilíu fram yfir tilboð um stöðuhækkun hjá fyrirtækinu. Málið kom upp í september, en það var Fréttatíminn sem greindi fyrst frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru félagar hennar í íslenska landsliðinu furðu lostnir yfir þessu máli og formaður HSÍ, Knútur Hauksson, hefur lýst yfir óánægju sinni vegna þessa. „Við eigum allt okkar undir því að fólk sem er að keppa fyrir hönd Íslands í okkar þjóðaríþrótt öðlist skilning frá sínum vinnuveitanda fyrir svo stór verkefni eins og heimsmeistaramót," segir Knútur, en kvennalandslið Íslands er nú að keppa á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni frá upphafi. Hann segist ekki geta svarað fyrir það hvernig fyrirtæki hagi sínum málum en svona lagað hafi aldrei komið upp áður, hvorki í sögu karla- né kvennalandsliðsins. „Ég minni á að handboltafólk og íþróttafólk almennt er fólk sem er gott í vinnu. Það er reglusamt og mikið keppnisfólk," segir Knútur og bætir við: „Þetta mál er okkur mjög mikilvægt því þetta má ekki vera fordæmisgefandi." Upphaflega fékk Guðný Jenný tilboð um stöðuhækkun í september síðastliðnum, gegn því að hætta í landsliðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að eftir að hún hafnaði boðinu var annar ráðinn í stöðuna og með því fækkaði verkefnum fyrir Guðnýju Jennýju það mikið að ákveðið var að segja henni upp. Nýherji sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem uppsögn hennar sé aðeins vegna hagræðingar á krepputímum, eins og það er orðað. Nýherji er þrátt fyrir allt einn stuðningsaðila kvennalandsliðsins í handbolta og þarf Guðný Jenný, eins og aðrir leikmenn liðsins, að spila með auglýsingu frá fyrirtækinu þegar hún klæðist íslenska landsliðsbúningnum. Knútur sagði við Fréttablaðið að stjórn HSÍ hefði ekki hist til að ræða þann möguleika að rifta samstarfi við Nýherja vegna málsins. Þó hefðu fulltrúar handknattleikshreyfingarinnar fundað með forsvarsmönnum Nýherja en án þess að finna lausn á málinu. „Þeir hafa skýrt okkur frá sinni hlið á þessu máli. Við erum ekki sammála þeirra málflutningi en þeir verða að fá að taka sínar ákvarðanir," sagði Knútur. Hann hafði ekki tekið afstöðu til þess sjálfur hvort hann teldi rétt að rifta samningum við Nýherja. Guðný Jenný gaf sjálf ekki kost á viðtali í gær. Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Titringur er innan íslenska landsliðshópsins í handbolta, aðeins nokkrum dögum áður en heimsmeistarakeppnin hefst í Brasilíu, vegna atvinnumissis Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur, markvarðar liðsins og leikmanns Vals. Guðný Jenný missti vinnu sína í Nýherja, þar sem hún hafði starfað í fjögur ár. Ástæðan er að hún valdi landsliðið og HM í Brasilíu fram yfir tilboð um stöðuhækkun hjá fyrirtækinu. Málið kom upp í september, en það var Fréttatíminn sem greindi fyrst frá þessu í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru félagar hennar í íslenska landsliðinu furðu lostnir yfir þessu máli og formaður HSÍ, Knútur Hauksson, hefur lýst yfir óánægju sinni vegna þessa. „Við eigum allt okkar undir því að fólk sem er að keppa fyrir hönd Íslands í okkar þjóðaríþrótt öðlist skilning frá sínum vinnuveitanda fyrir svo stór verkefni eins og heimsmeistaramót," segir Knútur, en kvennalandslið Íslands er nú að keppa á sinni fyrstu heimsmeistarakeppni frá upphafi. Hann segist ekki geta svarað fyrir það hvernig fyrirtæki hagi sínum málum en svona lagað hafi aldrei komið upp áður, hvorki í sögu karla- né kvennalandsliðsins. „Ég minni á að handboltafólk og íþróttafólk almennt er fólk sem er gott í vinnu. Það er reglusamt og mikið keppnisfólk," segir Knútur og bætir við: „Þetta mál er okkur mjög mikilvægt því þetta má ekki vera fordæmisgefandi." Upphaflega fékk Guðný Jenný tilboð um stöðuhækkun í september síðastliðnum, gegn því að hætta í landsliðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að eftir að hún hafnaði boðinu var annar ráðinn í stöðuna og með því fækkaði verkefnum fyrir Guðnýju Jennýju það mikið að ákveðið var að segja henni upp. Nýherji sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem uppsögn hennar sé aðeins vegna hagræðingar á krepputímum, eins og það er orðað. Nýherji er þrátt fyrir allt einn stuðningsaðila kvennalandsliðsins í handbolta og þarf Guðný Jenný, eins og aðrir leikmenn liðsins, að spila með auglýsingu frá fyrirtækinu þegar hún klæðist íslenska landsliðsbúningnum. Knútur sagði við Fréttablaðið að stjórn HSÍ hefði ekki hist til að ræða þann möguleika að rifta samstarfi við Nýherja vegna málsins. Þó hefðu fulltrúar handknattleikshreyfingarinnar fundað með forsvarsmönnum Nýherja en án þess að finna lausn á málinu. „Þeir hafa skýrt okkur frá sinni hlið á þessu máli. Við erum ekki sammála þeirra málflutningi en þeir verða að fá að taka sínar ákvarðanir," sagði Knútur. Hann hafði ekki tekið afstöðu til þess sjálfur hvort hann teldi rétt að rifta samningum við Nýherja. Guðný Jenný gaf sjálf ekki kost á viðtali í gær.
Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn