Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Stefán Árni Pálsson í Vodafonehöllinni skrifar 26. nóvember 2011 11:17 Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér. Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lagði Tékka, x-x, öðru sinni í dag er þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni. Ísland vann einnig leik þjóðanna í gær. Íslenska liðið mætti gríðarlega grimmt til leiks og hreinlega keyrði yfir tékkneska liðið í upphafi. Eftir 19 mínútna leik var munurinn tíu mörk, 14-4. Því forskoti náði íslenska liðið ekki að halda og Tékkarnir söxuðu jafnt og þétt niður forskot íslenska liðsins. Tékkarnir náðu þó aldrei að jafna leikinn eða gera hann verulega spennandi. Þetta var síðasti leikur íslenska liðsins fyrir HM í Brasilíu en stelpurnar leggja í hann eftir helgina. Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Það var ljóst frá upphafsmínútum leiksins í hvað stefndi en íslensku stelpurnar hreinlega keyrðu yfir þær tékknesku í fyrri hálfleik. Fljótlega var íslenska landsliðið komið með tíu marka forystu, 14-4, og allt stefndi í niðurlægingu. Staðan í hálfleik var 20-12, en þær Þórey Stefánsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir fóru á kostum í liði Íslands í hálfleiknum. Síðari hálfleikurinn var allt annar og þær tékknesku komu sterkari til leiks. Gestirnir unnu sig hægt og rólega aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn minnst niður í tvö mörk, 31-29, þegar rúmlega ein mínúta var eftir. Þá tók Stella Sigurðardóttir leikinn í sínar hendur og skoraði tvö fín mörk fyrir Ísland. Stella Sigurðardóttir var atkvæðamest í liði Íslands með 10 mörk, en Þórey Stefánsdóttir skoraði átta.Þórey: Verðum að vera bjartsýnar fyrir HM „Frá bær fyrri hálfleikur hjá okkur í dag,“ sagði Þórey Stefánsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Við slökuðum allt of mikið á í þeim síðari. Við komum bara allt of afslappaðar til leiks út í seinni hálfleikinn, þær fóru að berja meira á okkur og láta okkur finna fyrir því“. „Það sem gekk vel hjá okkur í fyrri hálfleiknum voru hraðaupphlaup og vörn, en það hvarf hreinlega síðari hálfleiknum“. „Við erum allar svakalega spenntar fyrir heimsmeistaramótinu og mjög bjartsýnar“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þórey hér að ofan. Guðný: Sýndum karakter að klára leikinn í dag „Mér finnst hafa verið jákvæð þróun hjá okkur í þessum leikjum við Tékka, en síðari hálfleikurinn var slappur hjá okkur í dag,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í dag. „Það sýnir samt vissan karakter að ná að klára leikinn í dag og við verðum bara að nýta okkur það“. „Þær skoruðu bara fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútum leiksins og við vorum að sýna magnaðan varnarleik“. „Við verðum að vera bjartsýnar fyrir mótið sjálft og ætlum okkur að komast upp úr riðlinum“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Guðný með því að ýta hér.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira