Fleiri fréttir

Rekin fyrir að velja landsliðið

Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Bosingwa segir leikmenn styðja Villas-Boas

Portúgalski bakvörðurinn Jose Bosingwa segir að leikmenn Chelsea standi þétt við bakið á stjóranum, Andre Villas-Boas, þó illa hafi gengið hjá Chelsea í upphafi leiktíðar.

Anderson frá fram í febrúar

Man. Utd varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að miðjumaðurinn Anderson yrði frá fram í febrúar vegna meiðsla. Er ekki á bætandi þar sem Tom Cleverley er einnig meiddur.

AC Milan í viðræðum við Tevez

Það er loksins komin einhver hreyfing á mál Carlosar Tevez en samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar er AC Milan í viðræðum við Man. City vegna leikmannsins.

Hanna Guðrún: Heiður að vera varaskeifa fyrir gömlu konuna

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er orðin varafyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta eftir að Hrafnhildur Skúladóttir var hækkuð í tign þar sem að fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir datt út vegna meiðsla. Stelpurnar okkar mæta Tékklandi í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30 í kvöld.

Slökktu á stjörnum KR-liðsins - myndir

Grindvíkingar sýndu styrk sinn í 85-59 sigri á Íslands- og bikarmeisturum KR í DHL-höllinni í gærkvöldi en Grindavíkurliðið hefur þar með unnið alla þrettán leiki tímabilsins.

Það er allt vitlaust út af þessu

Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga.

Hrafnhildur: Svakalega mikilvægt að fá þessa leiki á móti Tékkum

Hrafnhildur Skúladóttir hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem er á leiðinni á HM í Brasilíu í næstu viku. Hrafnhildur mun leiða íslenska liðið út á völlinn í kvöld þegar liðið mætir Tékklandi í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27

Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða.

David Beckham með fín tilþrif í blindrafótbolta

Fótboltamaðurinn David Beckham gegnir því hlutverki að vera sendiherra ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í London á næsta ári. Í myndbandinu sem tengt er við fréttina reynir Beckham fyrir sér í fótbolta með blindum leikmönnum. Fróðlegt er að sjá tilþrifin hjá hinum heimsþekkta leikmanni við slíkar aðstæður.

Annar sigur Stólanna í röð - unnu botnslaginn við Hauka

Tindastólsmenn eru komnir á sigurbraut í Iceland Express deildinni undir stjórn Bárðar Eyþórssonar en Stólarnir unnu 80-74 sigur á Haukum í spennandi leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð eftir að liðið tapaði fimm fyrstu deildarleikjum sínum í vetur.

ÍR-ingar ekki í miklum vandræðum í Vodafone-höllinni

ÍR-ingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir því að vinna botnlið Vals í Vodafone-höllinni í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR vann leikinn með 92-86 en Valsmenn, sem hafa tapað öllum tólf leikjum sínum á tímabilinu, lögðuðu stöðuna í lokin með því að vinna fjórða leikhlutann 32-13.

Fá NBA-áhugamenn jólagjöf? - viðræður í gang á ný á morgun

Það er loksins eitthvað farið að gerast í NBA-deilunni því eigendur og leikmenn ætla að byrja að tala aftur formlega saman á morgun. Deiluaðilar munu byrja á því að koma í veg fyrir að deilan fari fyrir dómstóla en nokkrir leikmenn ákváðu að taka upp mál gegn NBA-deildinni í kjölfar þesss að þeir höfnuðu nýjasta tilboði eigendanna og leystu upp samtökin sín fyrir tíu dögum síðan.

Íslensku strákarnir í Sundsvall í stuði í sigri á toppliðinu

Sundsvall vann níu stiga sigur á Borås Basket, 105-96, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en Borås var á topp deildarinnar fyrir leikinn. Sundsvall setti í fimmta gír í fjórða leikhlutanum sem liðið vann 28-15 en það voru Íslendingarnir í liðinu sem voru öðrum fremur bestu menn vallarins.

Petr Cech: Ekki kenna Villas-Boas um þetta

Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur komið stjóra sínum, Andre Villas-Boas, til varnar en Chelsea-liðið tapaði í fjórða sinn í sex leikjum í deild og Meistaradeild í Leverkusen í gær.

AC Milan byrjað að tala við umboðsmann Tevez

Ítalskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að forráðamenn AC Milan séu farnir að vinna markvisst að því fá Carlos Tevez til liðsins eftir áramót. Tevez hefur skrópað á allar æfingar hjá Manchester City að undanförnu og heldur sig hjá fjölskyldu sinni í Argentínu.

Breiðablik samdi við Viggó

Miðju- og sóknarmaðurinn Viggó Kristjánsson er kominn með leikheimild hjá Breiðabliki eftir að hafa gert þriggja ára samning við félagið.

Westwood tekur aftur þátt á PGA-mótaröðinni

Englendingurinn Lee Westwood ætlar að spila bæði á Evrópumótaröðinni sem og á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta golftímabili. Westwood var hættur að spila á PGA-mótaröðinni en honum finnst rétt að taka aftur þátt þar núna.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30

HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33

Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt.

HM 2011: Hanna telur að Ísland geti unnið Þjóðverja

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta undirbýr sig af krafti fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Brasilíu. Ísland leikur tvo æfingaleiki um helgina gegn Tékkum í Vodafonehöllinni. Landsliðskonan Hanna G. Stefánsdóttir leikmaður Stjörnunnar segir að markmiðið sé að enda í einu af fjórum efstu sætunum í A. riðli og komast þar með í 16-liða úrslit.

Síðasta rjúpnahelgin framundan

Nú er síðasta rjúpnahelgin framundan og einhverjir veiðimenn sem eiga ennþá eftir að ná sér í jólamatinn, en flestir af þeim sem við höfum heyrt í eru komnir með sitt.

Enn óvíst hvenær Gerrard spilar aftur

Steven Gerrard verður ekki með Liverpool gegn Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enn er óvíst hvenær hann geti spilað á nýjan leik.

Chelsea gæti keypt Kaká í janúar

Enn á ný er byrjað að tala um að Real Madrid ætli sér að selja miðjumanninn Kaká. Chelsea hefur sýnt mikinn áhuga á að kaupa leikmanninn frá Madrid.

Barcelona njósnar um Bale

Barcelona er ekki búið að missa áhugann á Gareth Bale, leikmanni Tottenham. Njósnarar frá félaginu voru staddir á leik Spurs og Aston Villa í þeim tilgangi að fylgjast með Bale.

Marklínutækni hugsanlega notuð í enska boltanum næsta vetur

Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því að til greina komi að nota marklínutækni strax næsta vetur. Sambandið er að prófa hinar ýmsu útgáfur af tækninni og sé sambandið fyllilega ánægt með einhverja útgáfuna mun það fara í breyta knattspyrnulögunum á Englandi.

Beckham byrjaður að ræða við PSG

Brasilíumaðurinn Leonardo, íþróttastjóri PSG, hefur staðfest að félagið sé búið að hefja viðræður við David Beckham. Félagið hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á Beckham síðustu vikur.

Þrettán marka bæting á tíu dögum - myndir

FH og Akureyri gerðu 29-29 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Kaplakrika í gærkvöldi en fyrir aðeins tíu dögum hafði FH unnið þrettán marka sigur, 34-21, í bikarleik liðanna á sama stað.

Ekkert gengur hjá KR-konum í körfunni - myndir

KR-konur hafa nú tapað þremur leikjum í röð í Iceland Express deild kvenna og eru komnar alla leið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir að níundu umferðinni lauk í gær.

Erum ekki að yfirspenna bogann í Árbænum

Finnur Ólafsson gekk í gær í raðir Fylkis frá ÍBV og samdi við Árbæinga til næstu þriggja ára. Finnur ákvað að fara frá ÍBV þar sem hann þurfti að flytja til Reykjavíkur af fjölskylduástæðum.

Þetta er nú það leiðinlega við þetta starf

Ágúst Þór Jóhannsson kvennalandsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn munu taka þátt í HM í Brasilíu í desember sem verður fyrsta heimsmeistaramót íslensk kvennalandsliðs frá upphafi.

Heiðar er tæpur fyrir næsta leik QPR

Heiðar Helguson, sóknarmaður QPR, hefur ekkert getað æft með liði sínu í vikunni eftir að hann varð fyrir meiðslum í leik liðsins gegn Stoke um helgina. QPR vann leikinn, 3-2, og skoraði Heiðar tvö mörk þrátt fyrir að hafa fengið þungt högg í andlitið snemma leiks.

Allir búnir að fá nóg af þessu máli

Heiðar Helguson segir að leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins QPR séu orðnir óþreyjufullir eftir niðurstöðu í kynþáttaníðsdeilu John Terry og Anton Ferdinand. Stemningin innan leikmannahópsins sé þó góð.

Rakel hefur verið að hjálpa til á öllum æfingum

Íslenska kvennalandsliðið varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir sleit krossband aðeins nokkrum vikum fyrir HM í Brasilíu. Þetta var ekki síst áfall fyrir Rakel sjálfa en hún hefur engu að síður tekið þátt í undirbúningi liðsins fyrir HM og hefur mætt á allar æfingar.

Göteborg vill selja Elmar

Það er enn algjör óvissa í málum Theodórs Elmars Bjarnasonar. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við IFK Göteborg en félagið vill selja hann þar sem hann er ekki inni í myndinni hjá þjálfara félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir