Fótbolti

Eggert skoraði sigurmark Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson var hetja Hearts í dag þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Inverness korteri fyrir leikslok. Lokatölur 2-1.

Rudi Skacel kom Hearts yfir í leiknum en Ross Tokely jafnaði í síðari hálfleik. Eins og áður segir kláraði Eggert svo leikinn fyrir Hearts.

Hearts er í fjórða sæti skosku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×